Heimilisblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 10
mín er búin að ákveða það og faðir minn
hefur samþykkt það; hann var að segja
mér það áðan!“
Jack dró fram vasaklút, þurrkaði henni
um augun og lét hana snýta sér. Síðan
leiddi hann hana að föllnum trjábol.
„Jæja, reyndu nú að vera róleg. 0g þeg-
ar þú ert hætt að gráta, þá skulum við
ræða saman um málið,“ sagði hann.
Smám saman fékk Jack svo að heyra
alla söguna inn á milli ekkasoga og snýt-
inga. Hann reis ákveðinn á fætur. „Ég
fer strax og tala við hann föður þinn,“
sagði hann.
En Alice þrýsti sér að honum: „Nei, það
máttu ekki, Jack. Þú mátt ekki fara og
tala við hann. Hann yrði æfareiður, og
Clara frænka . . . nei, ég get ekki afborið
það.“
„Þú veröur að leyfa mér þetta, Alice.
Faðir þinn getur ekki farið að gefa þig
manni, sem þú kærir þig ekkert um. Við
lifum þó á tuttugustu öld.“
„Já, en ekki pabbi. Þú þekkir ekki pabba.
I hans augum er ekkert til nema bjöllur
og skorkvikindi, hann kærir sig ekkert um
fólk, — allavega ekki nema það fólk sem
hefur vit á bjöllum. Og um þessar mundir
er hann alveg uppnæmur. Hann hefur í
allan vetur verið að skrifa ritgerð um ein-
hverja andstyggilega bjöllu, og svo hefur
hann nýlega frétt að einhver þýzkur próf-
essor er lang kominn með að skrifa um
nákvæmlega það sama. Og ef pabbi verð-
ur ekki á undan til að skila sinni ritgerð,
þá er allt starf hans unnið fyrir gýg. Hann
verður æfareiður ef ég ónáða hann eða
einhver annar.“
Alice var búin að missa alla von. Jack
reyndi að finna einhverja leið, jafnframt
því sem hann reyndi að hughreysta hana
sem bezt hann gat.
Allt í einu spratt hún á fætur. „En Jack
þó! Klukkan er orðin fimm! Og ég á að
vera komin í te til Winters ofursta. Clara
frænka hlýtur að vera lögð af stað fyrir
löngu. Hún verður ofsalega reið, ef ég kem
ekki líka. Kannski get ég orðið á undan
henni, ef ég hleyp áfram gegnum skóginn.
Ó, hvað ég lít alveg hræðilega út!“
Þegar Jack sá hvar hún hvarf milli
hárra burknanna sem uxu meðfram skóg-
arstígnum, stóð hann kyrr um stund og
hugsaði sig um. Síðan dró hann hattinn
lengi-a fram á ennið, stakk höndunum í
vasana, snerist á hæli og gekk hvatlega
upp stíginn í áttina þaðan sem Alice hafði
komið. Það mátti kosta það sem það vildi.
Hann var á leiðinni upp að Chickenbury
Hall til þess að láta Finchby prófessor
heyra meiningu sína umbúðalausa. Frú
Mason var að heiman, og honum þótti lík-
legt, að hann gæti talað við prófessarinn
eins og maður við mann.-----------
Þegar hann gekk gegnum garðinn, tók
hann hedur upp úr vösunum og dró úr
gönguhraðanum. Hin djúpa kyrrð í garð-
inum og virðuleiki hússins dró úr ákafa
hans og minnti hann óþægilega á þá stað-
reynd, að Alice var ríks manns dóttir, en
sjálfur hafði hann rýrar tekjur. En þá
minntist hann útgrátinna augna Alicar
hvatti gönguna lítið eitt og þrýsti á dyra-
bjölluna.
Löng stund leið áður en komið var til
dyra, og þegar það svo loksins gerðist,
var það ráðskonan sjálf sem birtist.
„Get ég fengið að tala við prófessor
Finchby?“ spurði Jack eins rólega og hann
gat og rétti fram nafnspjaldið sitt.
„Prófessorinn er mjög vant við látinn
og vill ekki láta ónáða sig,“ svaraði ráðs-
konan drumbsleg.
„Það er mjög áríðandi, að ég nái tali af
prófessornum," mælti Jack og hækkaði svo
róminn, að honum var sjálfum um og ó.
Ráðskonan setti upp svip, en tók þó við
nafnspjaldinu og hvarf inn um dyr til
hægri í forsalnum. Jack beið, og hafði þá
46
HEIMILISBLAÐIÐ