Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 14

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 14
RUT Skáldsaga frá dögum Títusar keisara Eftir I. IHLENFELD FYRRI ÞÁTTUR I. Þau hittast. Þessi saga hefst á 11. stjórnarári Nerós keisara (65 e. Kr.). Rómaborg stóð nú á tindi veldis síns, borgin ríkiláta, sem enginn hafði sigrast á öldum saman. Þá drottnaði friður í Júdeu-héraði í Gyð- ingalandi. En ekki var sá friður nema yfir- skin eitt. Inni fyrir, í skapi þjóðarinnar, ólgaði og hveraði af hatri. Gyðingar hötuðu Róm og alla Rómverja. Okið rómverska varð ár frá ári þyngra á þeim, og lausnarþrá þeirra — þrá þeirra eftir frelsi og sjálfsforræði — óx með lík- um hætti og sáðkornið eftir vorregnið. Messíasar-von þeirra var nú orðin sterk- ari en nokkru sinni hafði áður verið — vonin um hann, sem átti að reisa hið fallna hásæti Davíðs að nýju og kollvarpa öllum féndum og andstæðingum. Þegar hann kæmi, átti Róm að setja ofan; þar á móti átti ísrael, tygjaður guðlegum krafti, að taka við forræði fyrir öllum heiminum und- ir forustu Guðs smurða. Fyrir þrjátíu árum hafði sá maður kom- ið fram meðal Israelsþjóðarinnar, sem kvaðst vera þessi smurði Guðs, þjóðin hafði líka að sönnu séð eilífa ljósið skína af ásjónu hans; en hann var samt ekki eftir hjarta ísraelsþjóðarinnar. Hvernig var hægt að hugsa sér, að þessi fátæki læri- meistari frá Nazaret — þessi auðmjúki og hógværi maður, vinur fátæklinga, sem át með tollheimtumönnum og syndurum, gæti verið foringi fyrir herskörum Israels gegn Rómaborg? Nei, hann var ekki maðurinn, sem átti að bera hina gullnu kórónu Davíðs konungs —■ ríki hans var ekki af þessum heimi. Stundum höfðu þeir að vísu trúað og vonað, að hann væri sá, sem ætti að koma, þegar þeir sáu, hve hann gat komið fram með miklum krafti og valdi. En samt brugðust þeim þær vonir. Og af þeim sök- um hötuðu þeir hann, já, lögðu það heift- arhatur á hann, að þeir framseldu hann til dauða á krossi. Þeir hefðu jafnvel helzt afmáð minningu hans af jörðinni. En það dirfðust þeir ekki að gjöra. Hann lifði, þótt hann dæi. Hann lét eftir sig lærisveina, sem boðuðu h'f hans og kenningu — boðuðu meira að segja upprisu hans frá dauðum, sem ótrú- legurst var af öllu, og sigur hans á dauða og hel. Þeir voru kallaðir Nazarear, eftir meist- ara sínum, og voru ofsóttir, eins og hann hafði verið ofsóttur, en árangurinn varð líka hinn sami. Þeir höfðu enn ekkert ráð getað fundið til að fá þá til að þegja. I öllum þrengingum sýndu þeir óviðjafnan- lega hugprýði. Eftirfarandi atburður gerðist síðla á dýrðarfögrum sumardegi. Ibúar Jerúsalem-borgar gengu hópum saman út úr borginni, því að hitinn var svo mikill þar á götunum, og gengu ann- aðhvort fram með Kedron-læknum fyrir austan borgarmúrinn eða áleiðis til Olíu- 1 ,50 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.