Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 15
f jallsins. Þaðan var hið fegursta útsýni yfir
skrautbyggingar og víggirðingar hinnar
helgu borgar og jafnframt mátti sjá það-
an langt út yfir landið.
Rétt í þessu gekk ung Gyðingamær út
úr Korintuhliðinu, sem nefndist Koparhlið
öðru nafni; fylgdi henni gömul þerna. Hún
S'ekk út á veginn, sem lá til Kedron; lágu
skrautlegir og skuggasælir aldingarðar á
bökkum lækjarins.
Símon, faðir hinnar ungu meyjar, átti
þar líka víðar lendur. Hann var auðugur
kaupmaður, sem bjó í stórhýsi einu í borg-
inni og mátti það höll heita. En dýrmæt-
ust af öllum auðæfum hans voru þó böm-
in hans, þau Davíð og Rut.
Rut var sextán ára og einkar fríð sýn-
um. Hún var mjó og grönn vexti, svört á
hár og augun stór og dökk. Af því nú var
sumar, þá var hún í fínum, hvítum bún-
aði, gullsaumuðum, að hætti tiginna
kvenna. Vegna hitans hafði hún varpað
slæðunni aftur af sér.
Þar sem bugða kom á veginn, nam hún
staðar og hrópaði af barnslegri gleði:
—- Iras, yndislegt var það, að mamma
skyldi leyfa okkur að ganga hingað út. En
sú dýrðlega náttúra! En hið heilnæma loft!
—En ætli faðir þinn yrði glaður, ef
hann vissi, að við hefðum engan karlmann
til fylgdar? svaraði Iras.
— Hvers vegna heldur þú það, Iras?
Heldur þú, að okkur geti hlekkst nokkuð
ú. Hver skyldi geta gjört okkur nokkurn
öskunda hérna — á alfaravegi eða — í
aldingarðinum, sem liggur fast upp að veg-
inum?
—- Jæja, svaraði Iras efablandin, — ég
ásaka mig fyrir það, að ég lét þig ráða og
fór með þér alein. En hver getur færzt
undan, þegar þú biður um eitthvað? sagði
hún og leit til hinnar ungu meyjar og ást-
ln og aðdáunin skein úr augum hennar.
Rut hló þá hjartanlega.
— Nei, kæra Iras, vertu ekki að ásaka
þig um þetta, komdu með mér. Við erum
bráðum komnar út að aldingarðinum - þar
hittum við Davíð bróður minn — og þá
getur hann fylgt okkur og verdað okkur.
Að svo mæltu skundaði hún af stað, svo
hraðan og léttan, að gömlu þernunni veitt-
ist erfitt að fylgja henni.
Iras var komin yfir sextugt. Hún var
orðin gráhærð; en augun voru dökk og
fjörleg; dökkbrúna andlitið á henni kom
því upp um hana, að hún væri ættuð frá
Egypalandi. Dökk varhúfa huldi höfuð
hennar, að eyrnasneplunum undanteknum
og á hvorum þeirra var stórt gat; það
sýndi að hún var af lægsta flokki mann-
félagsins komin, þrælunum.
Iras var ambátt. En svipurinn og öll
framkoma hennar bar þó vott um, að þessi
lægingarstaða hennar hvíldi ekki þungt á
henni. Og svo var heldur ekki. Bezta sönn-
unin fyrir því var það, að hún hefði hæg-
lega getað verið frjáls, ef hún hefði vilj-
að. Símon hafði margsinnis boðið að gefa
henni frelsi, en hún jafnoft hafnað því
boði, en aðeins látið það í ljós, að sig lang-
aði til að vera með fjölskyldunni, meðan
hún lifði.
Hún unni Salóme hugástum, móður Rut-
ar, eins og hún væri barnið hennar. Hún
hafði alið hana upp og er Salóme giftist,
þá fluttist hún með henni á nýja heimilið
hennar. Þá tók hún ekki minna ástfóstri
við þau Davíð og Rut, því að hún hafði
líka fóstrað þau og alið upp. Það voru því
engin undur, þó að öll fjölskyldan hefði
miklar mætur á gömlu ambáttinni.
Þær Rut og Iras gengu áfram götuna
og ræddu saman af mikilli kæti.
Framundan þeim lágu tvö heilög leiði.
Undir öðru leiðinu svaf Jósafat Júdakon-
ungur svefninum langa. Undir hinu leið-
inu hvíldi Absalon, sonur Davíðs.
Meyjan unga varð þá alvarleg í bragði.
— Við erum svo glaðsinna, sagði hún,
— við gleðjumst af lífinu og ljósinu á vorri
heimilisblaðið
51