Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 16

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 16
fögru jörð — og svo eru hér leiði, sem vitna um hverfulleik hins jarðneska valds og fegurðar. Hún þagði um stund um leið og hún virti leiðin fyrir sér með guðræknum hug, en síðan sagði hún: — En þau vitna um eitthvað meira — þau vitna um göfgi Israels í fyrri daga og horfna vegsemd hans. — Jósafat var hreystimaður mikill, sagði hún með hrifn- ingu, — hann réð fyrir frjálsu landi, en vér — vér erum þrælar Eómverja. Og djúpum skugga brá á andlitið henn- ar æskufagra, en síðan ómaði sem kvein af vörum hennar: — Og hvenær verður það öðruvísi ? Hve- nær kemur frelsari Israels? Hvenær verð- um vér aftur það, sem vér vorum einu sinni ? Þernan svaraði engu. Hún horfði ein- ungis undrandi á hina ungu mey, sem þrátt fyrir æsku sína fann þó svo sárt til niður- lægingar þjóðar sinna og var svo gagn- tekin af hugmyndinni um lausn Israels. Rut stóð enn stundarkorn í djúpum hugs- unum, en síðar hrópaði hún skyndilega upp yfir sig: — Komdu Iras — við skulum fara, hér er svo ömurlegt. Þær ætluðu að halda áfram göngunni, en í sömu andránni stukku þrír menn út úr skógarkjarrinu og gjörðu sér far um að stemma stigu fyrir þeim með dónahlátri og óskammfeilnum látum, og einn þeirra hrópaði: — Það veit Júpíter! Hér ber vel í veiði! Konurnar sáu skjótt, hverjir þetta voru, og að ótti þeirra var ekki ástæðulaus. Það voru þrír skylmingamenn — menn, sem höfðu barizt við villidýr á leiðsviðinu. Þeir voru óvenjulega stórir og sterkleg- ir á velli, bláeygir og Ijósir á hörund, hárið gulbjart og mjög klippt neðan af því. Þeir voru í ermalausum ullarkyrtli, sem þeir gyrtu að sér lauslega, handleggir og fót- leggir voru berir, sást því greinilega, hve beinastórir þeir voru og vöðvamiklir; en slíka vöðva höfðu þeir einir, sem fang höfðu þreytt við óargadýr á leiksviðinu árum saman. Þeir litu nú hræðslu þeirra kvennanna með trylltri kæti. Rut stóð nú föl eins og nár og starði á þá eins og steini lostin og gat engu hljóði upp komið. Iras kallaði þar á móti á hjálp af öllum mætti, en það heyrði enginn. Enginn vildi máske heyra það. Því að hver bar hugrekki til að gaga á hólm við þrjá skylmingamenn. Gamla þenian varpaði sér þá á þá, og sagði um leið: — Flý þú, Rut! Þarna koma einhverjir álengdar. Ég skal tefja fyrir þeim þangað til hjálpin kemur, jafnvel þótt þeir vilji ráða mér bana. Þá þreif einn í hana og annar sparkaði í hana, og gamla, veikburða þernan féll fljótt til jarðar með neyðarópi. — Heldur þú, að við kærum okkur um þig, hrópaði einn þeirra með hæðnishlátri, og undir það tóku hinir — hvað eigum við að gera við svo gamla --------. En í sama bili hljóðnaði hróp þeirra og hlátur, því að þar bar að mann, sem sagði með skipunarrómi: — Hvað er þetta ? Skylmingamenn í bar- daga við varnarlausar konur! Hvað hafið þið í hyggju? Hvað ætlið þið að gjöra við þær? Þá urðu kapparnir sneyptir. Ungur Róm- verji stóð þar frammi fyrir þeim, stoltur og státinn. — Nú, hver var tilgangurinn? Svarið þið! tók hann upp aftur með sama yfir- valdsrómi. — Herra, svaraði einn þeirra lágróma, — það var ekki annað en gaman — við höfðum ekkert illt í huga. — Það er grátt gaman, farið — á auga- bragði — í skylmingarskólann ykkar, þar 52 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.