Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 17

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 17
getið þið fengið færi á að reyna kraftana. Þeir læddust þá burtu skömmustulegir, en þó glaðir með sjálfum sér yfir að hafa sloppið svona vel. Rómverjinn ungi sneri sér síðan að Rut. Hún var að stumra yfir ambáttinni og i'eyna að koma henni í samt lag aftur. — Góða Iras, sagði hún og strauk með astúð hárið gráa á gömlu þernunni — þetta gerðir þú fyrir mig — það var mér að kenna, þetta áttirðu að fá að launum fyrir trúfesti þína. Ó, Iras! Get ég ekki hjálp- að þér? — Nei — þess þarf ekki, lofaðu mér sjálfri að jafna mig — ég er senn búin að ná mér — mig svimaði aðeins dálítið — það var víst ekki af öðru en hræðslunni -— en — Rut — barnið mitt — hvernig hður þér? Varðst þú ekki fyrir neinum niisþyrmingum ? Þú skalt ekki skeyta um mig. — Nei, lofaður sé Drottinn hersveitana, mér varð ekkert að meini. Síðan sneri hún sér að Rómverjanum, ^eit ástúðlega til hans, og tók í hönd hans °g mælti: -— Eg þakka þér líka, göfgi Rómverji; nú væri úti um okkur, ef þú hefðir ekki komið. En í sama bili og hún sagði þetta, varð hún sér þess meðvitandi, hver það Va-i’, sem hún hafði yrt á svona lireinskiln- islega og blátt áfram — frammi fyrir henni sóð tiginbúinn ungur maður, einkar fríður sýnum, og minntist hún þess ekki, nð hún hefði séð hann fyrri. Við þetta kom dálítið fát á hana, svo hún varð niðurlút. Þá brá léttum roða á andlit hins unga ^anns, sem snöggvast, og hann mælti: — Fagra Gyðigamær, — ávarpar þú Þá svona rómverskan mann? En er hún t*agði við því, þá sagði hann enn: — Það er annars óvarkárlegt af þér, að hætta þér út hingað og hafa ekki ann- HEIMILISBLAÐIÐ an förunaut en ambátt. Þú hefðir getað orðið fyrir hinum versta óskunda. — Ég veit það. Hvernig á ég að þakka þér hjálpina? — Mér hefur þú ekkert að þakka — skylmingamennirnir myndu ekkert illt hafa gert þér. Þeir eru undir ströngum lögum og að öðru leyti eiga þeir ekkert skylt við flakkara og ræningja. Þeir hafa aðeins ætlað að leyfa sér gróft gaman. En samt sem áður er hér nóg af illþýði, sem gerir vegina hættulega. Fara ekki daglega sögur af ránskap og morðum? — Þú fyr- irgefur, þótt ég segi það — það eru ekki ávallt vér Rómverjar, sem upptökin eig- um, eins og þér Gyðingar eruð vanir að staðhæfa; flestir þessir glæpamenn eru ladar þínir. Rut setti dreyrrauða við þessi orð, en samt gat hún ekki borið þau til baka — hún gat ekki annað en samsinnt honum. — Hvert ert þú að fara? tók Rómverj- inn aftur til máls, — ég vil ganga með þér, til þess að þér hlekkist ekki á. — Ég er á leið út í aldingarð föður míns, svaraði hún þakklátlega, — hann er ekki langt héðan — spölkorn þarna niðri — við Kedronlækinn. Þar hitti ég bróður minn og hann fylgir mér heim. Síðan bauð hún ambáttinni að leiða hana sér við hönd og mælti: — Lofaðu mér, góða Iras, að styðja þig. — Nei, barnið mitt, aldrei, svaraði Iras, — ég er nú búin að ná mér aftur að fullu, gakk þú á undan, ég kem á eftir — ekkert gengur að mér. Þau gengu nú áfram með hægð, og skelf- ingaróttinn og feimnin hurfu brátt frá Rut, svo að hún gat talað frjálslega við hinn unga Rómverja. — Þarna er nú aldingarðurinn álengdar, mælti hún skyndilega upp úr miðri sam- ræðu þeirra, og hljóp fram fyrir og nam staðar við hliðið. Þegar hann bar að hlið- inu, opnaði hún það og mælti kurteislega: 53

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.