Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 18
— Vertu velkominn, göfgi Rómverji —
vertu velkominn í aldingarð föður míns —
Rut Símonardóttir býður þig velkominn,
gakk þú inn!
Iras leit til hennar og í svip hennar lýsti
sér bæði viðvörun og ásökun; en samt virt-
ist Rut eigi skilja það, heldur sagði enn
einu sinni:
— Gakktu inn, vertu velkominn í nafni
föður míns. Hann á þér svo mikið að þakka.
— Ég þakka, fagra Rut, en fyrst verð
ég samt að láta þig vita, hvaða gestur það
er, sem þú býður. Ég heiti Antonius Arrius.
— Antonius Arrius, sagði Rut og virti
hann fyrir sér með íhygli, — þú ert þá
líklega sonur yfirmannsins við Antonia-
kastala?
— Já, svo er, sem þú segir. Þekkir þú
föður minn?
— Nei, ekki neitt verulega. Ég sá hann
fyrir skemmstu ríða um götuna með Gessi-
usi Florus, landstjóra. Ég dáðist að því,
hve fákur hans var bráðfjörugur og her-
klæðin hans krautleg. Og bróðir minn sagði
mér þá, að það væri Arrius, höfuðsmað-
urinn í Antonia-kastala.
Að svo mæltu gengu þau inn í aldingarð-
inn.
Aldingarðurinn stóð í fyllsta blóma. Þar
var svo mikil fylling blaða, blóma og
ávaxta, sem sumrin ein á Suðurlöndum
geta seitt fram. Allt í kringum hinar víðu
grasflatir, sem náðu niður að Kedronslæk
og fram með hinum breiðu göngum, sem
liðuðust út um garðinn, mátti sjá aprikosu-
tré, gullapaldra, og fíkjutré og pálma, sýkó-
mórur og myrtusviði ljóma í sínum feg-
ursta blóma. Hin djúpa forsæla undir
þéttri kjarrgirðingu, þar sem stórir og
þungir vínberjaklasar hengu niður, var
ljúfur og laðandi hvíldarstaður. Þegar Rut
var búin að sýna gesti sínum allan aldin-
garðinn, þá nam hún staðar við setbekk
einn, sem stóð hálfhulinn undir lárviðar-
runni og limandi jasminum og mælti síðan:
— Taktu þér sæti — hér er minn upp-
áhaldsstaður. Hún settist sjálf gegnt hon-
um og tókust þau síðan tali, og varð það
því fjörugra, sem þau töluðu lengur, og á
meðan var Iras að tína ávexti í garðinum
og bjóða þeim. Antonius fór að segja henni
þætti úr goðafræði Rómverja, og Rut
fræddi hann í móti um hinn volduga Guð
ísraels, Drottinn hersveitanna.
— Hann er ekki aðeins hinn eini sanni
Guð og Drottinn herskaranna, sagði hún
í hrifningu, — hann er líka verndari lýðs
síns, sá, sem stjórnar forlögum þeirra og
mun frelsa þá á sínum tíma. Já, hversu
djúpt sem vér erum sokknir, þá er arm-
leggur hans nógu máttugur til að lyfta oss
upp og-----------.
Hér þagnaði hún allt í einu, því að nú
kom henni í hug, að þegar Rómverji ætti
í hlut, þá væri hún að komast lengra en
góðu hófi gegndi. Hún var sem sé, fyrr en
hún vissi vitund af, farin að tala um það,
sem henni var hugljúfast, en það var —
lausn Israels undan ánauðaroki Rómverja.
Antonius leit brosandi til hennar; hann
vissi hvað það var, sem hún lét ósagt; hann
hafði gaman af hinni brennandi þjóðernis-
tilfinningu hinnar ungu dóttur ísraels.
Hann lagaði til að ræða þetta mál nánar,
og þess vegna mælti hann:
— Ljúktu máli þíu, fagra Rut — hvað
ætlaðir þú að segja meira?
— Þú ert Rómverji, sagði hún alvöru-
gefin, — og af því lítur þú með drambi
niður á oss, sem lifum í ánauð. Samt er ég
þess fullviss, að vér verðum frjálsir að
nýju. Sá Guð, sem stýrir forlögum þjóðar
vorrar, hefur heitið oss frelsun frá valdi
Rómverja.
— Frelsun frá valdi Rómverja? tók hann
upp drýgindalega. — Kæra Rut, hvaða
rönd ætli fámenna, dáðlitla þjóðin þín
geti reist gegn hinni voldugu Rómaborg.
Láttu þér allar vorar hersingar í hug koma
54
HEIMILISBLAÐIÐ