Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 19
— þær, sem hafa lagt undir sig því sem
næst allan heiminn.
— Ég hef athugað það, sagði hún borg-
imnannlega. — En samt er það svo, að
aðrar þjóðir hafa drottnað yfir ísrael á
undan Rómverjum. En hvar eru þær nú?
Hvar eru hin voldugu ríki, sem allur heim-
urinn skalf fyrir á sínum tíma? Þær eru
liðnar undir lok — Júda hefur lifað þær.
Og um Rómaborg mun fara á sömu leið.
— Ég ber lotningu fyrir eldmóði þín-
um, dóttir ísraels, enda þótt ég geti ekki
verið þér samhuga, svaraði Antóníus —
og gjarnan vildi ég ræða það mál við þig
frekar. Fyrirgefðu samt, þó að ég minni,
þig á, að sólin er orðin lág á lofti og rökk-
urtíminn er stuttur — það er kominn tími
til að leggja af stað liéðan.
— Er þegar orðið svo framorðið? mælti
Rut undrandi, — og Davíð bróðir minn
er ókominn enn. Hvað getur hafa orðið af
honum?
-— Ég býð þér vernda mína, fagra Rut,
ef þú vilt þiggja hana, sagði Antoníus kur-
teislega.
— Ég tek því boði feginsamlega. En má
ég það? Leggur þú ekki allt of mikið í
sölurnar ?
— Nei, vissulega ekki, leið mín liggur
líka til Jerúsalem, og samfélagið við þig
er mér kært.
Síðan lögðu þau af stað og Iras á eftir.
Innan skamms voru þau komin inn á
hæðina gegnt Jerúsalem, og Rut nam stað-
ar alveg frá sér numin. Fyrir framan þau
lá borgin með turnum sínum og vígtindum
& veggjum og glóðu þeir allir í gullnum
8'eislum hnígandi sólar.
-— Líttu á! sagði hún, — hversu fögur
er ekki vor heilaga borg. Hjartað fer að
slá örara, þegar hún kemur mér svona fyr-
lr sjónir. Er nokkur borg í heiminum víð-
Urn jafnoki hennar?
— Jerúsalem er líka farin að verða mér
hser, svaraði Antonius, því að hér eyddi
ég bernskudögum mínum. Og enda þótt ég
verði að hverfa héðan, þá mun ég aldrei
gleyma henni, hvert sem örlögin svo kunna
að bera mig.
— Þú farir héðan? hrópaði hún upp,
eins og kveinstafur væri. — Hvers vegna?
Hefur keisarinn kallað föður þinn héðan?
— Nei, ekki er það — ég fer einn míns
liðs.
— Og hvert?
— Til Rómaborgar.
— Til Rómaborgar, en hví þá það? Og
aftur var grátstafur í röddinni, en samt
tók hún sig hvatlega á, — en hví er ég að
spyrja — þú, sem ert Rómverji.
— Já, ég er Rómverji, tók hann upp
eftir henni með nokkrum sjálfsþótta og
leit brosandi á hina ungu Síons-dóttur.
— Rómverji — og bardagamaður, sagði
hún hvatvíslega.
Hann tók ekki eftir þessum skjótu skap-
skiptum hennar, og sagði með áhuga:
— Nei, ekki enn, en ég verð það.
Hún þagði og horfði til jarðar niður.
— Bardagamaður, mælti hann enn, —
það er æðsta markmið hins unga Róm-
verja. I Róm geng ég á skylmingaskólann
hjá hinum fræga Palostra. Vinir mínir
leiða mig á fund keisarans og þá liggur
mér opin leið til hreystiverka — til frægð-
ar og frama.
— Það er leitt, að Rómverjar hafa aldrei
hugann á öðru en hernaði, svaraði Rut. —
Því sem næst allur heimurinn lýtur valdi
ykkar Rómverja, og samt fáið þið aldrei
nóg. Hugsið þið ekki út í það, að Guð muni
hegna ykkur fyrir drambið, og hefna þeirr-
ar ógæfu, sem þið hafið leitt yfir svo marg-
ar þjóðir?
— Kæra Rut, svaraði Antonius með
krafti sannfærigar sinnar, — hinn veiki
verður að lúta hinum sterka, það er lög-
mál heimsins. Og samkvæmt þeim lögum
er Rómaborg orðin drottning heimsins, en
síðan sagði hann af eldmóði: — Júpíter
HEIMILISBLAÐIÐ
55