Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 21
Margir gáfu Antoniusi, Rómverjanum, illt
auga, en Rut gaf engan gaum að því.
Allt í einu sér hún hvar ungur maður
kemur hlaupandi til þeirra og hún hróp-
aði fagnandi til hans:
— Davíð, bróðir minn, — loksins komstu
— hvað varð af þér?
Síðan sneri hún sér að Antoniusi og
rnælti:
— Ég ann honum, hann er svo góður,
og ef þú kynntist honum, þá mundi hann
líka verða þér kær.
Davíð heilsaði Rómverjanum þurrlega
og samkvæmt tízku og leit spyrjandi og
með vanþóknun á systur sína. Hún lét sem
hún skildi það ekki, heldur sagði með
ákefð:
— Það er Antonius Arrius, sonur höf-
uðsmannsins í Antonia-kastala. Hann hef-
ur gert mér mikið — mikið hagræði. Nú
væri illa komið fyrir okkur Iras, ef hann
hefði ekki hjálpað okkur.
— Talaðu ekki um hagræði, tók Antoni-
us til máls, Það tekur því ekki að minn-
ast á það; þar að auki hefur þú, fagi-a
Rut, launað mér það ríkulega, þar sem ég
hef nú langtímum fengið að vera með þér.
Davíð gaf Antoniusi illt auga um leið
og hann sagði:
— Svona ávarpar Rómverji systur mína
—- dóttur Símonar? Hvað á ég að hugsa
um það?
Antonius svaraði engu, heldur leit ein-
ungis brosandi á unga Gyðinginn. Þetta
fjandsamlega viðmót gat ekki sett hann
af stokkunum. Hann var orðinn því svo
vanur, að sæta hatri og hleypidómum Gyð-
inga í garð Rómverja og leit hróðugur
niður á það.
Rut roðnaði þar á móti af orðum bróð-
ur síns. Hún leit á hann bænaraugum og
niælti:
— En, Davíð, hugsaðu út í, hvað þú ert
að segja. Heyrðir þú þá ekki, að Antoni-
us---------?
— Það, sem ég sagði, var ekki í athuga-
leysi sagt, tók Davíð fram í með miklum
móði, — þar á móti virðist þú ekki hafa
athugað, að þú ert af tiginni Gyðingaætt,
og að lögmálið fyrirbýður þér að hafa um-
gengni við heiðingja. Þegar tignarmenn og
virðingamenn virða ekki lögmálið, hvers
mun þá mega vænta af þeim, sem lægra
eru settir?
Hann þagði og leit spyrjadi á hana.
Þetta tók Rut svo sárt að hún gat varla
tára bundizt.
Iras hafði til þessa staðið álengdar, sak-
ir lotningar, en nú gekk hún fram og tók
til máls og veik sér að Antoniusi:
— Göfgi Rómverji, fyrirgefðu bræði
unga mannsins. Hann er alinn við allan
strangleik hins gyðinglega lögmáls og sér-
hvert brot gegn því þykir honum ófyrir-
gefanlegt. Hann er bráðgeðja og þarf lítið
til að hann fjúki upp — hinn ugi angur-
gapi, en samt er hann veglyndur maður
og þakklátur. Enginn þekkir hann betur
en ég, því að ég hef verið fóstra hans í
bernsku og hennar líka; en hve hann var
gott barn, já, og Rut líka. Ég hef séð þau
vaxa upp mér til mikillar gleði, en hve
ég er hróðug af þeim. Þetta sagði hún
með nokkurri sjálfstilfinningu.
Hún var alveg hugfangin af varaarræðu
sinni og hélt henni áfram og tárin runnu
niður brúna vangana.
— Þú mátt trúa því, göfgi Antonius,
að þegar honum er nú einu sinni orðið
það ljóst, hve þú hefur bjargað okkur úr
mikilli hættu, þá lítur hann öðrum aug-
um á þig og verður þá ekki seinn á sér
að votta þér þakklæti sitt.
— Ég á engar þakkir skilið, Iras, svar-
aði Antonius, og leit hlýlega til gömlu kon-
unnar, — þessi greiði, sem ég gerði ykk-
ur, hefur þar að auki ekki orðið til ann-
ars en að baka ykkur óþægindi. Annars
verð ég að játa, að þú ert góður verjandi,
gamla kona, og það get ég sagt þér til hug-
heimilisblaðið
57