Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 22

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 22
fróunar, að ég hef alls ekki móðgast af framkomu hins unga manns. Síðan rétti hann sig upp, reigði hnakka stoltur og sagði ennfremur: — Annars ættir þú að beita dugnaði þín- um til að gera hann sáttfúsari. — Göfuga Rut, leyf mér nú að yfirgefa þig. Nú, er bróðir þinn er kominn, þarftu ekki minn- ar verndar við. Fyrirgefðu óþægindin, sem návist mín hefur bakað þér. Og lifðu svo heil og minnstu við og við Rómverjans, sem gerði þér lítils háttar hagræði — nei — hans, sem fyrir hylli örlaganna fékk að vera samvistum við þig um stund. Að svo mæltu kvaddi hann með því að hneigja sig hæversklega og hvarf á brott og gekk út á veginn, sem lá heim að Ant- onia-kastala. Rut horfði á eftir hinum státna og tigna manni og Davíð sömuleiðis, en þungur var hann á brún. En samt hafði hin hjartnæma ræða Iras samfara nokkurs konar blygð- unartilfinningu hjá honum sjálfum út af ókurteisi við hinn ókunna Rómverja haft þau áhrif, að honum hafði að nokkru leyti snúizt hugur. Þess vegna sagði hann í mild- ari rómi: — Jæja, segið mér þá, hvað henti ykkur. Þegar Rut var búin að lýsa fyrir honum samfundi þeirra og skylmingamannanna, þá var Davíð öllum lokið. — Hví fóruð þið líka einar út fylgdar- lausar? sagði hann af umhyggjusemi sinni. — Það er ekki einu sinni hættulaust að ganga í sjálfri borginni, þá því síður úti hjá aldingörðunum. — Æ, Davíð, já, við vitum það — það var gáleysislegt, svaraði Rut — en við vonuðum, að við myndum hitta þig í ald- ingarðinum. — Hitta mig — hvernig gat þér dottið það í hug í dag. En það er satt, þú veizt það víst ekki enn, að í dag á okkur að veit- ast sú sæmd, að á heimili okkar komi saman allmargir af beztu og tignuðu mönn- um þjóðar vorrar. Þar verður rætt afar mikilsvarðandi mál. Það er: frelsi undan oki Rómverja og endurreisn Júdaríkis. — Hvað ertu að segja, Davík — í kvöld — og hjá okkur, spurði Rut og stóð á önd- inni. — Já, sá heiður skal hlotnast húsi yoru, svaraði Davíð — og þú, mælti hann .enn af sömu bræði og áður -— þiggur fylgd rómversks manns — og hugsa þar á ofan ekki út í það, að fyrir þá samvist við heið- inn mann ertu óhrein orðin, samkvæmt lögmálinu. — Ó, Davíð, bróðir minn, hrópaði Rut með tárin í augunum, er þá svona illa komið — eða hvað á ég að gera? — Hreinsa þig, svaraði bróðir hennar. Eftir dálitla umhugsun sagði hann síðan: — Eg ætla að ræða þetta mál við öldung- ana — þú munt með gleði þola refsing- una, sem á þig verður lögð, og síðan muntu áreiðanlega varast að eiga nokkurn tíma nokkur mök við heiðingja. Rut sá nú, hversu þunga sekt hún hafði bakað sér og gekk nú sorgbitin við hlið bróður síns og ásakaði sig fyrir það, að hún hafði ekki viljað taka tillit til við- vörunar Irasar, sem hún hafði gefið henni með augnatilliti sínu. Þegar þau voru búin að ganga margar götur og sumar allþröngar, þá komu þau að fallegu húsi; það var nákvæmlega fer- hyrnt og tvílyft eins og hús flestra tig- inna manna í Austurlöndum. Veggirnir voru gerðir úr ótilhöggnu grjóti, og svip- aði mjög til kastala. Gluggamir voru allir á efri hæðinni; á neðri hæðinni var engin gætt né gluggi nema hliðin; en hliðin sjálf voru úr þykkum sedrusplönkum og svo þéttslegin járngöddum, að þau mundu geta staðizt því sem næst hvert áhlaup. Iras drap á hliðið og dyravörður lauk upp. — Eru gestir komnir? spurði Davíð með 58 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.