Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 24
legum ákafa þínum og vandlæti, sonur minn, enda þótt framkoma þín við Róm- verjann væri ekki alveg eins og hún hefði átt að vera. En ég skal bæta fyrir van- rækslu þína, er ég flyt honum þakkir af okkar hálfu. Og að því er Rut snertir, þá skal ég ræða mál hennar við öldungana, og þær bætur, sem þeir leggja á, vil ég greiða. En henni sjálfri mun það verða til viðvörunar, sem henti hana í dag. Hún gengur aldrei út framar fylgdarlaust, fyrr en — já, fyrr en ástandið er orðið öðru vísi. Hann leit upp í þéttstirndan himin- inn og sagði síðan: — Og sú kemur tíðin, að ástandið verður annað en það er nú. Voldugur og réttlátur konungur mun koma og hrinda harðstjórunum af stóli og varð- veita lítilmagnana; hann mun setjast í há- sæti Davíðs og þá munu dætur Israels geta farið ferða sinna óhultar í landi voru. II. Ráðagerð. Þá kom þjónn inn og lét Símon vita, að tveir gestir væru komnir. — Hverjir eru það? spurði Símon. — Jósefus er annar þeiii’a, en hinn þekki ég ekki. — Vísaðu þeim inn í gestastofuna. Þjónninn fór sem skjótast og þau Símon fóru niður af þakinu til að hitta komu- menn. Gestastofan var stór og rúmgóð. Gólfið var lagt ferhyrndum steinflísum, loftið var gert af sedrusviðarplönkum og hvíldu þeir á gildum bjálkum eða bitum. Veggir voru límdir kalki og prýddir dýrum veggtjöld- um og stórum málmspeglum. Gluggamir sneru út að hinum ytri húsagarði og fyrir þeim voru svo þung og þykk tjöld, að eng- inn sólargeisli gat læst sig inn um þau. Allt í kring stóðu legubekkir og stólar og voru stólfæturnir glófagrar ljónslappir. Þegar gestirnir voru nýkomnir inn, þá kom Símon og á eftir honum Salóme og börn þeirra hjóna. Voru börnin í sjöunda himni yfir því að fá að vera með foreldr- um sínum, en sérstaklega hlökkuðu þau til að sjá Jósefus. Jósefus var nálægt þrítugu, hár og tígu- legur maður. Fríður sýnum, augun alvar- leg og óvenj ulega gáfuleg. Allt hans yfir- bragð og framganga lýsti því, að hér. var um framsýnan og göfugan veraldannann að ræða. Ymislegt var honum til foráttu fundið; hann þótti eigi fylgja lögmálinu nógu stranglega og ekki forðast umgengni við heiðingja. Hann hafði til dæmis lengi ver- ið við hirð keisarans í Róm. Því var jafn- vel fleygt, að Poppæa, hin ógæfusama drottning Nerós, hefði haft hann í hárri virðingu og miklir kærleikar verið með þeim. En þótt honum væri ámæl, þá þurftu menn mjög á hinni miklu reynslu hans og framsýni að halda og gátu ekki verið án ráða hans og aðstoðar, og því var það, að Símon hafði beðið hann að taka þátt í ráðagerðinni. Hinn gesturinn var gerólíkur Jósefusi yfirlitum — lítill vexti og ósjálegur; ekki var heldur andlegt atgjörvi hans neitt svip- að; en ein gáfa var honum gefin öllum fremur en það var mælska. Hann tók þegar til máls og sagði: — Ég heiti Eleazar, og er eins og þið, bræður, einn af sonum hins fyrirlitna og kúgaða Gyðingalýðs. Það liggur nærri að hj arta mitt bresti, þegar ég hugsa um eymd þjóðar minnar. Sá sviði og sársauki hefur knúð mig til að ganga hús frá húsi til að kalla þá, sem mér eru sammála, til bar- áttu, já, til að koma af stað almennri upp- reisn. Einn af vinum mínum sagði mér, kæri bróðir Símon, að í dag ætluðu öld- ungarnir og hinir tignustu menn í Jerú- salem að koma sama hjá þér og ráðgast um hvað gera skyldi. Leyfið mér þá að 60 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.