Heimilisblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 29
— Ég- verð nú samt að hugsa til míns
týnda bróður. Hann var svo hygginn og
hraustur og hugaður; en aldrei fær hann
hlutdeild í frægð ísraels:
— Þegi þú um hann, sagði Símon byrst-
ur, hví dirfist þú að nefna hann, sem er
bölvaður! Hann er rækur og útskúfaður
frá fjölskyldu sinni og þjóð — hann ætti
að vera oss sem dáinn maður.
•— Já, hann er týndur og dáinn okkur —
ég veit það, svaraði Salóme með hryggð,
en samt er hann ekki dáinn í sálu minni.
Ég unni honum hugástum — Sál, mínum
vitra bróður. Já, við unnum honum öll,
og vorum hróðug af honum------------.
— Og samt bakaði hann ykkur ekki ann-
að en sorg og smán, tók Símon fram í
fyrir henni með ákefð, hví dirfist þú að
tala um hann, — og kalla hann, meira að
segja, bróður þinn? Minning hans sé bölv-
uð og útslokknuð að eilífu úr endurminn-
ingunni.
Salóme gerði ekki annað en andvarpa.
— Já, já, tók Símon upp aftur, minning
hans sé bölvuð. Hversu gat hann, tiginn
Gyðingur, gerst lærisveinn svikarans frá
Nazaret — sál hans sé glötuð, já, týnd og
fyrirdæmd um eilífð alla.
Salóme þagði við því, en tárin runnu
niður kinnar henni.
Þau Davíð og Rut hlýddu á þessi orða-
skipti foreldra sinna. Aldrei hafði þeim
verið sagt, að móðir þeirra ætti bróður á
lífi; nafnið Sál hafði aldrei verið nefnt
í eyru þeirra.-----Hvað skyldi liggja á
bak við það? Og faðir þeirra brann af
i’eiði við móður þeirra, aldrei þessu van-
ur og móðir þeirra flaut í tárum og allt
var það vegna þessa Sáls.
En þeim gafst ekki langur tími til að
hugsa um þetta, því faðir þeirra sagði í
hvössum skipunarrómi:
-— Davíð og Rut, farið þið að hátta!
Þau horfðu augnablik hvort á annað,
fóru síðan og buðu foreldrum sínum góða
nótt. En langt leið um, áður en þau sofn-
uðu. Davíð hugsaði fyrst um Sál og hvað
hann hefði gert. En svo kom bjartari og
prúðari mynd honum fyrir hugskotssjónir
— myndin af Messíasi — hinni konung-
legu hetju Israels, og myndir af orustum
og sigurvinningum, af veldi og dýrð ísra-
els. Fyrir þessum myndum varð myndin
af Sál að rýma.
Og Rut lá líka og hugsaði. Hin miklu
undursamlegu fyrirheit hljómuðu í sálu
hennar. Ó, hve það var dýrðlegt, að hún
skyldi fá að njóta þeirrar sæmdar að vera
uppi á þeim dýrðartíma, er þessi fyrirheit
áttu að rætast, En svo hvarflaði hugur-
inn til móður hennar, sem bauð henni grát-
andi góða nótt og síðan frá móðurinni til
Sáls, sem olli tárum hennar. Loks kom
fram myndin af Antoniusi og við þá mynd
svifu hugsanirnar inn í ævintýraheim
draumanna.
Morguninn eftir sat Rut út í innri garð-
inum hjá gosbrunninum, önnum kafin við
sauma. Þegar hún var búin að sitja þar
um stund, kom Davíð og settist við hlið
henni.
— Elsku systir! Þú ert svo iðin — hvað
ertu að sauma? spurði hann vingjarnlega,
en þó fannst eins og einhver styttingur
í málrómi hans.
Hún leit á hann brosandi.
— Geturðu ekki séð það — það sem er
kápan þín, sem ég hef með höndum.
— En hve þú ert góð, elsku systir, hvað
á ég að gefa þér í staðinn?
— Veittu mér vernd þína, svo að ekkert
geti orðið mér að meini.
— Þú mátt vera viss um hana, Rut; en
samt sem áður vildi ég gefa þér eitthvað,
sem gæti glatt þig. Hvað mundir þú segja,
ef ég gæti flutt þér kveðju frá manni —
sem —.
Hann hikaði við.
Rut leit spyrjandi á hann.
— Já, gettu nú, sagði hann, hugsaðu þér
HEIMILISBLAÐIÐ
65