Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 30
útlending — tignarmann — þú sást hann
í gær.
Rut roðnaði.
Davíð hló háðslega.
— Jæja, nú veiztu víst, hvern ég á við.
En það er sannleikur. Ég hef kveðju að
færa þér frá Antoníusi Arrius, syni höf-
uðsmannsins.
— Hvernig bar fundum ykkar saman?
spurði Rut hóglega, og reyndi að leyna
geðshræringu sinni.
— Þú veizt, að ég gekk árla út til að
hitta Eleazar. Við gengum út um Joppe-
hliðið og niður eftir þjóðveginum. Þá var
enn allkyrrt á veginum. Við hittum ein-
ungis fáeina ökumenn, sem voru að aka
vörum á torgið með ösnum sínum. Allt í
einu hljóp fjör í allt á bak við okkur og
við litum við. Hópur rómverskra riddara
kom þeysandi á eftir okkur. Á undan þeim
reið höfuðsmaður og við hlið honum mað-
ur í glóandi herklæðum. Þá kreppti Ele-
azar ósjálfrátt hnefana og tautaði:
— Bíðið þið, hundar, innan skamms er
úti um dýrð ykkar.
—Þú skilur víst, að þessi ungi riddari
var Antoníus. Þegar við komum aftur að
borgarhliðinu, þá var oss sagt, að höfuðs-
maðurinn hefði verið á leið til Gestiusar
Gallusar með sveit sína, landstjóra keis-
arans í Cæsareu. Antoníus átti að fylgja
hersveitinni þangað og þaðan átti hann svo
að sigla til Rómaborgar með fyrsta skipi.
— Hann er þá eftir því á leið til Róma-
borgar í dag, sagði Rut hugsandi, hann
drap á það við mig í gær. .En síðan sagði
hún dræmt:
— En kveðjan — kvaddi hann þig og
sendi hann mér-------?
— Já, víst er það.
— Og þú?
— Ég? Heldur þú að ég taki kveðju
Rómverja?
Þá roðnaði Rut aftur. Henni brugðust
vonir. 0g hvemig hafði hún annars átt að
geta hugsað sér annað? Hugarfar bróður
síns þekkti hún betur en nokkur annar.
Og gat hún ámælt honum fyrir framferði
hans? Nei, hún var sannfærð um að hann
breytti réttilega. Hann var ekki aðeins
eldri og vitrari, heldur líka betri Gyðing-
ur en hún. Myndin af hinum státna Róm-
verja lifði að vísu í sálu hennar. En hann
var nú samt heiðingi og óvinur lýðs henn-
ar. Hún sá til fullnustu, að Davíð hafði
breytt réttilega. Þess vegna sagði hún auð-
mjúklega um leið og hún gekk til hans og
klappaði ástúðlega á vangann á honum:
— Davíð bróðir minn, þú hefur rétt fyrir
þér og mér hefur stórlega yfirsést. En
hafðu þolinmæði við unga systur þína og
vísaðu henni á rétta veginn. Hún vill svo
gjarna fara að vilja þínum.
Hjarta Davíðs bráðnaði við ást og auð-
mýkt systur hans og svo gjörbreyttist
hann, að hann varð allur annar. Hann svar-
aði henni með óvenjulegri ástúð í rómnum:
— Elsku systir! Ég er búinn að gleyma
því öllu og er alls ekki reiður við þig, og
vil ekki ámæla þér. Það eitt vil ég segja:
Mundu eftir því, að þú grt Gyðingastúl&^
Ég vil alltaf vera vtðbúinn að ráða þér
heilt og hjálpa þér! En vertu þá líka hjálp-
vættur minn — gerðu mig eins góðan og
þú ert, — ég veit það vel, að ég er bráð-
geðja og læt oft stjórnast af bráðlyndi
mínu og verð þá harður og óástúðlegur.
Framh.
5®
66
HEIMILISBLAÐIÐ