Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 32
Feita María hefur lagt það í yana sinn að sofa
fyrir utan hús Kalla og Palla. Og það versta við það
er að hún hrýtur svo hroðalega, að vinir okkar geta
ekki sofið. Þegar þetta hefur gengið svona til lengi
tekur Kalli stóra málverkið af Palla. Hann klippir
myndina út og leggur hana síðan undir friðarspillinn.
„Sjáðu, þú hefur flatt aumingja Palla út eins og
pönnuköku, klaufinn þinn!“ segir Kalli næsta morgun
við flóðhestinn. Og hann þýtur á brott með það sama.
„Þarna lékstu heldur betur á Feitu Maríu, nú fáum
við kannski frið á næturnar."
„Hefurðu séð, hvað rignir mikið, Kalli? Við getum
ekki farið út í þetta veður!“ segir Palli, þegar hann
opnar dyrnar út. „Þú veizt vel, að það er laugardagur
núna, Palli, svo við neyðumst til þess,“ anzar Kalli.
„Náðu í regnhlífarnar og komum okkur af stað!“ Palli
verður að hlýða eins og venjulega, og með regnhlífarn-
ar dregnar langt niður fyrir höfuð hlaupa þeir allt
hvað þeir geta, en verða þrátt fyrir það holdvotir.
Nú eru þeir loks komnir á áfangastað. Það er almenn-
ingsbaðhúsið, þar sem þeir fá sér venjulegt laugar-
dagsbað. Og það má ekki vanrækja.