Í uppnámi - 01.06.1901, Síða 30

Í uppnámi - 01.06.1901, Síða 30
60 Úr skákríki voru. Hið brezka skákfélag (The British Chess Compauy, Stroud, England), sem selur allskonar skákmuni hefur sent til Grímseyjar mjög fallegt skák- borð og Stauntons-skákmenn (beztu skákmenn, sem gjörðir eru á Englandi); stjórnandi félagsins þykir eyjan og saga hennar svo einkennileg og merkileg og þvi snúið athygli sínu að henni. Annar útlendingur hefur sent ódýrari skákborð og skákmenn til hvers heimilis á eyjunni. I tilefni af gjöfum þessum sendi Ábni Þobkelsson i Sandvík í Grimsey kvæði til annars gefandans og kemst svo að orði í því: “Og meðan ægir aldna skolar strönd — En einkum þar um mannúð skyldi tala — I Grimsey verður tekið tafl í hönd Og talað um hver list þá vakti’ af dvala Og þakkir færðar göfugmenni góðu, Er geymdi eins hins smáa i tímans móðu.” Nú er í ráði að koma á fót dálitlu bókasafni í Grimsey handa eyjarbúum, sem eru mestan liluta árs alveg útilokaðir frá viðskiptum og samgöngum við aðra. Skápar undir það hafa þegar verið sendir til eyjarinnar og allmikið af bókum, meðal annars talsvert af skákbókum; þar að auki hafa margar ljósmyndir og litmyndir af frægum málverkum og myndabækur (einkum um norræna fugla og fiska i norðurhöfunum) verið sendar til Eyjarbókasafnsins, en svo heitir safnið. —TJr þvi vér höfum minnzt á skákeyjuna Grimsey mætti kanske nefna hinn fyrsta taflmann, er vér höfum sögur af að komið hefur þangað. 1 Arons sögu er þess getið, að Þóebue Sighvatsson kakali tefldi eitt sinn i Noregi skák við Hbana Koseansson, fylgismann sinn. Það var um 1238. Þessa getur próf. W. Piske í bók sinni “Chess in Iceland” (bls. 8—9), sem eigi er fullprentuð enn. Þegar nú Heani kom aptur heim til íslands, slóst hann auðvitað í fylgi með óvinum Gizzuks Þoevaldssonae, og var einn af þeim, er brenndu á Flugumýri. Því sóttu þeir Gizzue og hans félagar eptir að ná hefndum á Heana, sem öðrum brennumönnum. Vorið eptir Flugumýrarbrennu (1254) fór Hkani við nokkra menn til Gríms- eyjar og dvaldi þar um hríð. Af þessu fékk Odduk Þóeaeinsson njósnir og safnaði mönnum og fór til Grímseyjar að Hkana; drápu þeir hann þar. (Sturlunga saga, Oxford-útgáfan, II. bls. 177 —179). En ekki getur þess í sögunni, að Heani hafi teflt skák í Grímsey, þó að það hins vegar sé ekki með öllu ólíklegt. — Þokvaldub Jónsson hefur gjört mikilvæga athugun við eitt atriði í Bilguek’s ‘Handbuch’, er vér birtum hér. í skýringartafli II við Muzió-

x

Í uppnámi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.