Í uppnámi - 01.06.1901, Side 6

Í uppnámi - 01.06.1901, Side 6
36 honum veitt það embætti 6. febr. 1865. Þegar breyting var gjörð á skipun læknahéraða með lögum 15. okt. 1875, hélt hann 6. læknis- héraði Islands og hefur hann þjónað því embætti þar til honum var veitt lausn í náð með eptirlaunum frá 1. des. 1900. 28. marz 1899 var liann sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Þokvaldue læknir hefur jafnan haft mikinn áhuga á og ánægju af skáktafli, enda er hann talinn einn hinn bezti taflmaður á íslandi. Hann mun og vera sá eini íslendingur af þeim, er á íslandi búa, sem hefur fylgzt með erlendri skák og bóklega stundað skáktaflið. Þess skal getið sem dæmi upp á það, hve Þorvaldiir hefur stundað skák, að hann hefur fundið athugavert atriði í hinni alþekktu Bilguer’s ‘Handbuch,’ er í síðustu útgáfu þeirrar bókar stendur óleiðrétt; en athugun Þorvaldar prentum vér á öðrum stað í þessu hepti. í síðasta hepti voru birtir bréfkaflar frá honum um skáktafl á íslandi og vísum vér til þeirra. Magnús Magnússon Smith skýrir þannig frá helztu æfiatriðum sínum: „Eg er fæddur 10. des. 1869 í Dal í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu.1 Faðir minn hét 1 Um fæðingarár og fæðingarstað hans er getið í síðasta hepti og ber því ekki saman við það, sem hér Segir, en hvorttveggja þetta höfum vér frá honum sjálfum; að líkindum er það, sem her stendur, réttara.

x

Í uppnámi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.