Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 7

Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 7
37 Magnús Árnason, sonur Árna Jónssonar á Rauðamel; móðir mín var Ragnheiður Elíasdóttir frá Straumfjarðartungu í Miklaholtshreppi; hún dó er eg var 5 ára, en faðir minn er eg var 11 ára. Eg flutti til Ameríku 1885, var í Manitoba þar til haustið 1889, er eg flutti til Vancouver, British Columbia, og að því undanteknu að eg ferðaðist talsvert í Bandaríkjunum meðfram Kyrrahafsströndinni, dvaldi eg ávallt í Vancouver þar til 20. ágúst 1898, að eg flutti aptur til Winnipeg og hef dvalið þar síðan.” Hann fór þannig einn síns liðs burt af ættjörð sinni, sextán ára gamall drengur. Hann sigldi með póstskipinu “Laura” til Leitli og fór þaðan til Glasgow, en þar dvaldi hann í 5 daga. Þaðan fór hann með einu skipi Anchor-línunnar til New York og svo frá þeim bæ yfir Port Arthur til Winnipeg. I Vancouver kynntist hann tveim bræðrum, er hétu Mc Leod og áður voru kunnir meðal skákmanna í Quebec og öðrum austlægum bæum; annar þeirra fór brátt burt úr British Columbia og er nú vel þekktur taflmaður í Minnesota. Hinn bróðurinn, sem nú býr í Minneapolis, var hinn fyrsti markverði mót- leikandi hins únga Magnúsar, er varð að láta sér lynda í byrjun að þiggja drottningu í forgjöf, en eigi leið á löngu áður forgjöfln varð drottningarriddari. Snemma lærði Magnús skóaraiðn; síðar hefur hann stundað af miklu kappi, þó tilsagnarlaust, rafmagnsfræði. En til þess að gefa sig við þeirri iðn þurfti meira fé en Magnús hafði til umráða og því hefur hann aptur orðið að hverfa að sínum gamla starfa. Helztu skákbækur, sem Magnds hefur haft aðgang að, eru Staunton’s “Handbook,” “Chess Manual” eptir Gossrp og Lipschútz, og Mason’s “Art of Chess.” Með þessari bóklegu þekkingu varð hann brátt taflmaður af fyrsta flokki og varð hann tvisvar yfirmeistari í skák í Norðvestur-Canada, og því næst í öllum Bretalöndum í Norður- Ameriku. Hann hefur teflt 12 samtíðatöfl við beztu taflmenn í Winnipeg og vann þau öll; einnig hefur hann opt teflt þrjár blindskákir í einu og við ýms tækifæri nokkur samtíðatöfl og blindskákir. Við H. N. Pills- bury, yfirskákmeistara Ameríku, hefur hann teflt alls þrjú töfl, sem prentuð eru á öðrum stað í heptinu, og vann hann tvö af þeim, en eitt varð jafntefli. En þess ber að gæta, að þessi tvö töfl vann hann gegn Pillsbury við samtíðatöfl hans. Magnús hefur með seinsta fengizt nokkuð við að rannsaka hina íslenzku valdskák. í vetur, sem leið, hefur hann því miður þjáðzt af augnveiki, og hefur það nokkuð hindrað hann frá að tefla, en vér ætlum að nú sé hann aptur heill heilsu. Hann bæði talar og skrifar íslenzku og ensku, og hefur ritað í Winnipeg-blaðið “Heimskringlu.” Mynd hans er tekin úr einu af síðustu heptnm af “American Chess Magazine,” sem nú er hætt 4*

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.