Í uppnámi - 01.06.1901, Qupperneq 33

Í uppnámi - 01.06.1901, Qupperneq 33
63 lætur. Vér höfum ekki eingöngu borið þau undir marga menn, er skák kunna, heldur og marga góða málfræðinga, sem hafa íhugað þau. TJm orðtæki í skák hefur verið ritað itarlega i bókum tan deb Linde’s og von deb Lasa’s og ályktanir þær, er þeir hafa gj ört, má að mörgu leyti heimfæra jafnvel upp á islenzkuna. —Bréfritari einn spyr oss, hvað sé hið styztu tafl, er teflt verði. Það mun mega finna i mörgum kennslubókum. Það heitir fiflsmát (á ensku: “fool’s mate,” á þýzku: “narrenmatt”) og er þannig (mönnunum auðvitað raðað á borðið sem í byijun tafls): 1. e2—e4, f7—f6; 2. Bfl—c4, g7—g5; 3. Ddl—h5=j=. Enn er tafl í 4 leikum, er heitir smalamát (á ensku: “scholar’s mate,” á þýzku: “schafermatt”), þannig: 1. e2—e4, e7—e5; 2. Bfl—c4, Bf8—c5; 3. Ddl— f3, d7—d6; 4. Df3xf7 + . Þá er enn eitt tafl mjög stutt, kallað Legalsmát eptir Legal, frægum frönskum taflmanni á 18. öld: 1. e2—e4, e7—e5; 2. Bfl—c4, d7—d6; 3. Rgl — f3, Rb8—c6; 4. Rbl—c3, Bc8—g4; 5. Rf3xe5, Bg4xdl og hvítt mátar í tveimur leikum. —Úr því vér höfum minnzt á Keemue Sire de Legal (d. 1792), ætti vel við að tilfæra orð eins ensks rithöfundar um hann. Hann segir svo: “Mér stendur eigi svo ljóst fyrir hugskotssjónum persóna og hegðun neins manns sem hans; þegar eg kom fyrst til Paris, var hann magur, fölur öldungur, sem hafði setið i sama sæti á kaffihúsinu og verið í sama græna frakkanum í mörg ár. Þegar hann tefldi skák, tók hann svo gráðugt í nefið, að fellingarnar á skyrtubrjósti hans voru bókstaflega þaktar þykku neftóbakslagi; en meðan hann tefldi, vakti hann gleði og fjör í samsætinu með ýmiskonar athugasemdum, sem hver maður dáðist að, þvi svo ágætar voru þær.” Legal var kennari hins fræga Philidoe’s og er hann tefldi við hann 15 ára gamlan gaf hann lionum hrók í forgjöf, en eptir 3 ár kom engin forgjöf til mála, þvi að þá hafði Legal fullt i fangi með læri- sveininn og 1755 háðu þeir skákeinvígi, en þar bar Legal lægra hlut. — Tvær prentvillur hafa fundizt i 1. heptinu af “I Uppnámi”, sem hér skulu leiðréttar. I skákdæminu nr. 5 (eptir frú Rowland) stendur annar hviti hrókurinn á d7, en á að vera á 87, þvi annars væri eigi hægt að máta í 2. leik, ef svarts 1. leikur væri Bli6—g5. í ráðningu tafllokanna nr. 13. er 5. leikur hvits gefinn He7—e8! en á að vera He7—el! Pétue Zoehoníasson, ritari Taflfélags Reykjavikur, hefur bent oss á villur þessar, og frú Rowland hefur sjálf gefið oss leiðréttinguna við skákdæmi sitt. —í “Mjög litlum skákbækling”, sem kom út fyrir skömmu, er leið prentvilla á bls. 10, sem verður að leiðrétta. Fyrsti leikur svarts í Franska leiknum á að vera e7—e6 (en ekki e7—e5).

x

Í uppnámi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.