Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 31
61
bragð [milli Von der Lasa (hvítt) og Mayet (svart)] er tafistaðan þessi
eptir 33. leik hvits: Hvitt (9 menn) — Khl, De6, Hel, Rf7, Pa2, b2, d4,
d6, og e5; Svart (8 menn) — Ke8, Hg7 og g8, Ba6, Re7, Pa7, b6 og h6.
I bókinni er framhald taflsins þannig gefið án nokkurrar athugasemdar:
33......, Hg7xf7; 34. d6—d7f, Ke8—d8; 35. De6xf7 og svart tapar.
“En”, segir Þorvaldur, “mér lizt það engum vafa bundið, að ef svart i
stað 33....., Hg7xf7, léki 33........, Ba6—b7-þ, þá yrði jafntefli eða
svart máske ynni.” Þeir, sem þessa handbók hafa, ættu að athuga þetta.
— Nýlega hefur Þorvaldur læknir skrifað oss: “ ‘Skákfélag Bolvíkinga’
hefur verið stofnað i vetur. Bolungarvík er ein stærsta og bezta verstaða
íslands. Hún liggur yzt i ísafjarðardjúpi að sunnanverðu. Þar róa vetur
og vor margir bátar, á stundum 80—100, auðvitað meiri hlutinn úr öðrum
sveitum. Brimasamt er þar, og þvi koma þar fyrir margir landlegudagar.
Þá daga hafa sjómenn þar í vetur notað meira en áður til tafls; og á
þorranum i vetur stofnuðu þeir með sér reglulegt skákfélag með samkomum
á helgum dögum og landlegudögum. Eg sendi taflfélaginn 3 skákborð og
skákmenn og nokkrar bækur og hef leiðbeint þvi sem eg hef getað, gefið
premíur (vasatöfl) fyrir skákþrautir o. s. frv. I stjórn félagsins eru: kennari
ÞorgrÍmur Sveinsson, hreppstjóri Pétur Oddsson og sjómaður (exam.
navigat.) Hálfdán Hálfdánarson, allir heimilismenn í Kolvík. Sá, er
reynzt hefur þar beztur til að leysa skákþrautir, er Finnbogi Pétursson
frá Hvitanesi, sem hefur unnið 2 premiur fyrir lausn tvi- og þríleiks-
þrauta. En sá, er bezt þykir enn tefla þar, er Hávarður Sigurdsson,
Bolungarvik.”
— I blaðinu “Heimskringlu,” sem kemur út i Winnipeg, Man., er getið
um nýstofnað islenzkt taflfélag i þeim bæ. “Islenzkir taflmenn i Winnipeg
áttu fund með sér á miðvikudaginn i siðustu viku (o: 3. april) og mynduðu
taflfélag. Þessir voru kosnir embættismenn: forseti Paul Johnson, skrifari
Magnus M. Smith, féhirðir Magnús 0. Smith. Nálægt 20 manns gengu
í félagið á þessum fundi, og eru miklar líkur til þess að margir fleiri
gangi i félagið strax og það er búið að útvega sér sæmilegt húspláss. Það
er ætlazt til að taflklúbbur þessi verði opinn árið um kring. Inngangseyrir
í félagið er 1 dollar og að auki 25 cents mánaðargjald fyrir hvern meðlim.
Unglingar innan.18 ára þurfa ekki að borga inngangseyrir, heldur að eins
mánaðargjald. Að eins félagsmeðlimir eiga aðgang að herbergjum félagsins,
að undanskildum einstöku kveldum, sem félagið ákveður, þegar allir ís-
lenzkir taflmenn eru boðnir og velkomnir. — Allir þeir, sem vildu ganga
i þetta félag eða styðja það á einhvern hátt, eru vinsamlega beðnir að
snúa sér í því efni til MagnÚsar M. Smith, 480 Maryland St., Winnipeg.”
Þess getur einnig í greininni, að skákrit þetta hafi átt mikinn þátt í að
vekja áhuga á skáktaflinu meðal Islendinga vestan hafs. Allir þeir, sem
kosnir eru i stjórn þessa félags, hafa áður' verið i Winnipeg Chess Club.