Í uppnámi - 01.06.1901, Qupperneq 38

Í uppnámi - 01.06.1901, Qupperneq 38
68 G. Reichhelm (Philadelphia). Hyítt: Kg5; Hc7; Eh7 (alls 3 menn). Svart: Kh8; Rh7 (2 menn). Hvítt leikur og vinnur. “Checkmate" er merkilegt vegna hinna ágæta skákdæma, er það flytur. —Mrs. T. B. Rowland, ritstjóri skákdálksins í blaðinu “Kingstown So- ciety,” hefur boðið til tvíleiks-skákdæma-samkeppni. Þeir, sem vilja taka þátt í því, skulu senda henni 1 shilling (=90 aur.) i peningum eða í óbrúkuðum frímerkjum, og verður þeirri upphæð, er þannig myndast, varið til verðlauna. Dæmi má senda allt til ársloka. Einnig hefur hún boðið til alþjóðlegra kappbréfaskáka meðal kvenna; vill hún fá eina konu úr hveiju landi til að taka þátt í þeim. Engin verðlaun verða veitt, en hver berst fyrir “heiðri sínum og síns lands.” Utanáskript til hennar er: Mrs. T. B. Rowland, 6. Rus-in-Urbe, Kingstown, Ireland. — Hinn kunni skákdæmahöfundur og skákdæmadómari Eugene B. Cook (Hoboken, New Jersey) hefur sýnt oss þá góðvild að senda oss nokkur ný skákdæmi eptir sig, sem aldrei hafa verið prentuð. Af þeim höfum vér birt hér að framan tvö, eitt tvíleiksdæmi og eitt þríleiksdæmi. Tvileiks- dæmið er sérlega markvert, þvi að í þvi er alveg ný hugmynd, sem aldrei hefur fyr verið notuð i skákdæmum; munu ráðendur dæmisins finna hana. I bréfinn, er fylgdi dæmunum, minnist hra Cook á skákbókasafn sitt, sem er annað stærsta skákbókasafn i einstakra manna eigu í Ameríku. Hann segir: “There are now 1600 actual books in my chess collection, besides pamphlets, sheets, manuscripts, pictures, photographs, and objects connected with chess. The entire number of items would reach over three thousand.” Hra Cook á ennþa skáktafl, er Mokphy tefldi með eitt af sinum nafnkenndustu töflum. — Fyrir nokkrum mánuðum var skákbók ein frá siðustu árum 18. aldar seld i París fyrir hér um bil 20 kr. blaðsiðan. Til allrar hamingju fyrir kaupandann var bókin einungis 6 bls. og þær þar á ofan litlar. Bók þessi var rituð af Benjamín Fkanklin og voru einungis prentuð af henni fá eintök. Vinur hans i Passy, þá undirborg Parísar, lét prenta hana um þær mundir sem hinn frægi Amerikumaður dvaldi i Paris. Fkanklin var alla sina æfi mjög mikill taflmaður. Hann lærði að tefla i Philadelphíu eigi löngu eptir 1730, og varð hann þegar svo sólginn í það, að hann segir að það hafi tekið upp of mikið af sínum tíma. I London tefldi hann meðan hann dvaldi þar sem politiskur erindsreki amerísku nýlendanna áður frelsis- striðið hófst; hið enska ráðaneyti reyndi, að hindra það að ófriður yrði, með þvi að hafa áhrif á Franklin gegnum þá menn, er tefldu skák við hann. I París tefldi hann og, er hann var þar sem sendiherra hins ameríska þjóðveldis, sem þá barðist fyrir frelsi sinu. Hann þekkti mjög vel marga þekkta taflmenn og skákrithöfunda þeirra tíma i Evrópu; má þar til nefna hinn fræga Sir William Jones, sem fyrstur manna flutti þekkingu á sanskrít og bókmenntum hennar til Evrópu og sjálfur hefur ritað um skák bæði i

x

Í uppnámi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.