Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 37

Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 37
67 —Innan skamms á að koma út ný útgáfa af hinni stóru “Handbuch des Schaehspiels”, er Bilgueb byrjaði á og jafnan er við hann kennd en vox der Lasa hefur gefið út allar eldri útgáfur af. Yfir höfuð er það einhver bezta bók, sem gefin hefur verið út um þá list að tefla skák. Hinn sögulega inngang á algjörlega að endurrita í hinni nýju útgáfu, og gjörir það skákdæmahöfundurinn Johannes Kohtz. —Sú byijun, sem nú á tímum mest tíðkast meðal taflmanna, er spánski leikurinn eða Ruy-Lopez-leikur. Um þessa byrjun hefur spánskur maður, Senor J. Capo González (í Barcelona), ritað nýlega bók, er heitir “La Apertura Espanola ó Ruy Lopez.” Jafnframt því að bókin hefur mörg hundruð afbrigða með athugasemdum. er einnig í henni stutt yfirlit yfir skáksögu Spánar. Bókinni er hrósað. Það mun eigi mjög erfitt að nota bókina, þótt menn kunni eigi spönsku. Einungis 1. bindið er komið út. —Hið ágæta skáktímarit, “Sachové listy", sem gefið er út af hinum ötúlu bæheimsku taflmönnum, getur þannig tímarits vors í apríl-númerinu (bls. 64); “I Uppnámi, Islenzkt Skákrit jest název sachového mésícníku vydávanóho v Reykjaviku na Islandé p. Péturem Zophoníassonem. — Prinásí strucný návod, jak císti sachovou notaci, úlohy i partie, sachové povídky a spzávy. Témto naprosto nerozumíme, coz jest nám pri 19 nynéjsích sachsvých listech novinkou. Originálních príspévkú v doslých nám dvou cislech jsme nenasli. Za to úprava jest velmi úhledná. Cena 2 kor. (dánské). Prejeme novému druhu z dálného severu mnoho zdaru.” Vér þökkum fyrir hinar góðu óskir í enda greinarinnar. — “Deutsche Schachzeitung”, hið elzta og bezta skáktímarit, birtir í maí- og júní-heptunum grein eptir W. Fiske með yfirskriptinni “Das heutige islándische Schachspiel”, sem að miklu leyti er tekin úr “í Uppnámi.” Tímarit þetta hefur og minnzt á íslenzka skáktímaritið. —Af ítölskum skáktímaritum er stærst og merkast “Rivista scacchistica italiana”, sem kemur út í Róm og gefið er út af ítalska skáksambandinu (Unione scacchistica italiana). I maí-heptinu er getið um “í Uppnámi” og ennfremur er þar afurstutt grein um íslenzka skák. Þess má og geta, að það tímarit hefur nú og tekið upp “algebraisku” skákritunina (eða teiknaskákritunina), sem notuð er í þessu riti. — “Checkmate” heitir nýtt skáktímarit, laglega útgefið og prentað í Prescott, Ontario, Canada. I júní-heptu þess er nálega heil blaðsíða um “I Uppnámi” og þar hlýlega um það talað; meðal annars er það sagt, að “I Uppnámi” sé hvað prent og frágang snertir fremst af öllum skák- tímaritum. Önnur tímarit en þau er hér hafa verið nefnd hafa og fagnað hinu nýja íslenzka riti. I júlí-hepti hins kanadiska tíinarits (bls. 109) eru ný tafllok eptir mann, sem er mjög framarlega meðal núlifandi skákrit- höfunda, og endurprentum vér það hér - með ánægju: 46. Tafllok eptir 6

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.