Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 12
42
reiti, er fiytja skyldi kong og hrók yfir á. Fyrst eptir miðbik átjándu
aldar varð hrókun eins í öllum heröðum Italíu og samkvæm því, sem
tíðkaðist í öðrum löndum. A Ítalíu greindi menn og lengi fram eptir
á um sum smáatriði í tafllögunum, meðal annars um það, hvort drepa
mætti peð í framhjáhlaupi (en passant). í sumum heröðum Ítalíu
var því haldið fram, að peð mætti í fyrsta skipti, er því væri leikið,
hlaupa yfir reit (t. d. c2—c4), jafnvel þótt það lenti við hliðina á peði
mótstöðumannsins, er stæði á næstu reitaröð hliðreitis (b4 eða d4).
Þetta var kallað “að fara fram hjá fylkingu óvinanna” (passar
battaglia). Nú voru aðrir, er andæptu þessu, og héldu því fram, að
sá taflmaður, er ætti peð á b4 eða d4 mætti drepa peðið, er hlaupið
hefði yfir á c4, alveg eins og það að eins hefði verið fært yfir c3,
þ. e. að peð mætti eigi að ósekju hlaupa yfir reit, er annað peð gæti
drepið það á (non passar battaglia), og er sú regla nú viðurkennd.
Hitt atriðið, sem ítalir höfðu öðruvísi en aðrar þjóðir, var, að þeir
leyfðu eigi, að peð, sem upp var komið, yrði að drottningu, ef
drottningin í því liði enn var á borðinu, en leyfðu einungis að taka
upp einhvern þeirra manna, er burtu voru úr taflinu. Þessi regla
gilti og lengi hérna megin Alpanna, sem sé á Þýzkalandi.
Þessi ágreiningur í ýmsum löndum um ýmisleg aukaatriði hvarf
smámsaman fyrir byrjun 19. aldar, og skáktaflið eins og það nú
tíðkast, með algildum lögum, hefur borizt aptur til Arabíu, Persíu og
Indlands og alveg útrýmt gamla taflinu í hinu elzta heimkynni þess.
Gátur.
Þýddar úr ensku af SigfÚsi Blöndal.
1.
Allt fram á kvöld
berst sú frækna fjöld,
hver er falla hlaut
strax er borinn braut;
voldugir prestar
að vigum ganga
og um róstuna hestar
án reiðmanna spranga,
en lofðungar lýðum
stjórna í striðum.
Sorg er að sjá,
er svellur róma há,
en samt má ei neinn
sjá þar renna
blóðdropa einn,
þótt svelli senna.
Hvaða riddarar hlaupa í einu
hendiugsstökki yfir sína fjendur.
halda svo til hægri’ eða vinstri
hingað, þangað, hvert sem langar?