Heimir - 01.11.1908, Side 14

Heimir - 01.11.1908, Side 14
i ro HEIMIR Öörtirn hefir tnáske gengið til friösemi, óbeit á deilum, hlýðnir undirgefni, vingan, vinsælda leitun, hól, hégcmadýrð, algjört kæruleysi, þekkingarleysi á málavöxtum, leti, vinátta viö memr vesöld og heimfýsi." Það er sumt af þessu furðu nýlegt og' næstum eins og það þekki sig á þessari öld. En hafi þetta alt ráðið innblæstri Nikeu trúarjátningarinnar, er ekki að furða þó* hún hafi' enxt vel og verið heilög í kristninni. Á þessu þingi var þannig burtkastað kenningu Aríusar er þó mátti rekja ofan tii hreyfingarinnar í Jerúsalem, er postular- nir sjálfir bófu,en heinispekilegar skoöanir,er næststóðu Grísk- Kómversku trúnni viðteknar sem þær einu réttu. Þó stóð ekki þar við nema nokkur ár. Sex árum síöar (331) er þessu öllu breytt og samþykktir Nikeu þingsins, er að lögum urðu úr gildi numdar, útlægu byskuparnir heimkallaðir, en Athanasíus, og þeir er freklegast sóttu nrálin móti Aríusi, sendir í útlegð ári5 335. Á árunum upp til 357 eru átta þing haldin, ekki almenn að vísu en ná þó yrir alla kyrkjuna að öllu sanrantöldu, og á þeirn 8 eru fordmædar senr vanheilagar, allar gjöröir þess næstæ þings á undan, unz að hringferðin er farin, og búið er að for- dætna allar þær kenningar, er kyrkjan hefir fyr eða síðar kallað „réttar" eða „orþodoxar", og er þá Niken samþykktin aftur leidd í lög 381, af þinginu í Miklagarði, er nefnt var hið annað Almenna þing Kristninnar, Tilgangur Constantínusar mistókst, og hann sagðist þó hafa fengið vitran árið 312, vestur á Vallandi, að taka trú og síðan guðlega opinberun um, að stefna saman þingi 325, til að S'ameina alla kristnina undir eina játningu, ein lög, og tryggja sér ríkið. Það var tilraun að koma á „conformity", samlögun með öllum mönnum er aldrei hefir verið hægt. Öll kristnin gat aldrei orðið á eitt mál sátt. Hún hafði aldrei á einu nráli verið og verður aldrei. En nreiri hlutinn, af því honum var fengið aflið í hendur, gat nefnt sig orþodox og kúgað fleiri, er ekki voru sömu meiningar og þeir, til þess að taka upp við sína skoðun, og það gjörði hann. Og það gjörði kyrkjan og keisara- dæmið ofan allar aldirnar, eins og yður er öllunr kunnugt, með allskonar bannfæringum, píslarfærum og vélabrögðunr. En

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.