Heimir - 01.11.1908, Side 21

Heimir - 01.11.1908, Side 21
HEI MIR 117 Einn steinn myndar ekki fjallið. J)EIR menn og konur, er lijá sér flnna starfslöngun til há- leitra og nauösynlegra verka, eru þeir, er fengiö hafa kölluri, köllun til víötækara lífs en viölialdi sinnar eigin tilveru. Oteljandi niargir af þeim, er finna til köllunar hjá sér, vinna sín verk í kyrþey og veröa aldrei kunnir. Nöfn þeirra týnast og gleymast. En árangurinn af starfi þeirra týnist ekki, en lifir og rís upp í breyttum aldarhætti, göfugri hugsunarhætti, farsælla mannfélagi. Þeir erviða ekki til einskis. Án þeirra gifturíku verka og trúmennsku, yiöi stórvirkin aldrei framin. Þeir, sem unnið hafa stórvirkin, leyst úr stór vandamálum heimsins, lifa í sögu og á tungu manna, um aldur og æfi. En hin stórdásainlegu verk þeirra hvíla þó á hinu, að það hafa þúsundir þúsunda leyst af hendi köllunarverk sitt í hinurn smærri efnum, með trúmennsku og heiöri. Hinir ágætustu mannanna sona, er rísa eins og klettur upp úr hafinu, er menn sjá hátt gnæfandi yfir alt og alla, ofan allar aldaraöir, er engin breyting eða framlíðandi stund megnar að óskýra fyrir augsýn kynslóðanna, er koma og fara um þúsundir ára, eru öldufaldurinn, efsta gnípa fjallsins. Steinarnir mörgu, er mynda fjalliö, eru mennirnir.er lokiö hafa dagsverki sínu eins og drengir góðir. Það er því satt, að enginn maður getur risið upp til hinnar allra hæstu hæðar mannlegs ágætis, meöal nokkurrar þjóöar, nema rneginþorri þjóðarinnar sé hugsjón sinni og köllun trúr. Einn steinn myndar ekki fjallið! Það er dómurinn, er sagan kveður upp yfir þjóöunum á þeim tímabiluin, er ekki vottar fyrir aö nokkurt stórinenni hafi lifaö, aö þjóöin, sem heild, hafi veriö ótrú sinni æöstu köllun, réttlæti og drengska]i.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.