Heimir - 01.11.1908, Qupperneq 24

Heimir - 01.11.1908, Qupperneq 24
HEIMIR I 20 að hún færi til helvítis þegar hún vœri dáin, ef hún gerði nokk- uð ijótt. " (bls 12). Víðast í þeirri sögu eru fornöfnin sett fram- an við hvert mannsnafn. Það er alstaðar „Hún Olöf."— „Dan> tid, hon Aaslaug vard vaksi jenta." „Hon Aaslaug drog til stöd- uls." „Ilcin garnla Ivnut Husaby lagde seg heldr aldri utan i skinnbróki"— segir Bjöinson á landsmálinu norska. Þaö læt- ur verr í eyra á landsmálinu íslenzka, enda er það ekki lands- málið íslenzka. Með þessuin feikna „hann" og „hún“ íburði tala engir á látlausu hversdágsmáli. Vér getum þessa aðeins vegna þess, að sú þjóðsaga gengur að enginn eigi eins skemti- Iegan stíl eins og Einar Hjörl. En oss finnst mikið vanta á að þessi frásöguháttur geti látiö vel í eyrurn, og alls ekki frítt viö, að hann fylli röddina með flágjalla, þegar sagan erlesin upphátt. Efni sögunnar er hugleiðing sveitarbarns um fráfall húsmóður sinnar, er verið hefir barninu vernd. Það veltir fyrir sli öllum vandamálurn guöfræöinnar urn réttlætisdóma guðs, hálfsofandi í rúminu, og lendir síðan út á algjörðan „Universalism," finnur að algjör útskúfun er ósamkvæm réttlæti guðs. Ekki svo ólag- legt af sveitarbarni umkomulausu. í þessum tveirn sögutn er það eiginlega höfundurinn sjálfur. niðursetningurinn og „Sigurlaug garnla," er söguna segir af vitlausu Gunnu, er hugsar, talar og ályktar. Og þótt hann bregði á sjálfan sig þessu gerfi má þekkja manninn, hugsandi og grufiandi undir gerfinu. Hann er nokkurskonar bókmennta- legur Grírnur Ægir, einn sprettinn sveitarkrakki, annan sprett- inn kerling. En hvers kyns sem persónumar eru, verður eðli þeirra og skapnaöur hans eigið eöli og skapnaður. Lang bezta sagan í bókinni er „Þurkur" og fyrir þá smá- sögu er bókin meira verð en hún kostar. Sú saga er látlaust sögð, undraverð lýsing á dauðastríði öreigans og aumingjans, eltur rnitt í óráöinu af lánleysi og bjargarleysi heirnilisins, sem hann er að deyja frá. Þá er sagan „Skilnaður" góð saga líka, um algengt efni, sonurinn að fara til Ameríku, og ver'our að skiljast við ástríka og örvasa móður, er þolir ekki af honum að sjá og fær að deyja áður en hann siglir. Fyrsta sagan, „Góð Boð", er sú lang tilkomumesta „Allegoria" sem samin hefir verið á íslenzku.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.