Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 4
124
HEIMIR
sem fluttir voru til Babylon, og þeir sern heima sitja viö fallin
garö frægðaraldar, gamalla daga. Og hinir fornu Hafnar
stúdentar, er ýkjugirni íslenzkra sagna heflr gætt yflrnáttúrlegu,
afli, minni, námshæfilegleikum, æfintýrastauti, er glíma var við
tröll, reka var út sjómenn úr drykkjukrám, reikna ervið dæmi,
eða leggja út af óvanalegum textum, eiga enn sanna eftirkom-
endur er sverja sig til íslenzkrar ættar meðal íslenzkra nemenda
fyrir vestan haf.
Við tröll hefir verið að glíma, ekki sízt þegar efnahagur er
af skornum skamti, að kljúfa kostnað þann sem fylgir háskóla-
göngu, þar sem keppa er við úrvalaliö æskulýðs ýmissa þjóða er
ásamt oss eru búsettar hér í landinu.
Cecil Rhodes’ styrkurinn er einungis veittur fyrir framúr-
skarandi próf alla skólaleiðina til enda og afburði í leikum og
íþróttum er samfara eru héf í landi háskólanámi. Hefir Joseph
Thorson uppfyllt öll þau skilyrði og því hlotið heiðurinn.
Joseph Þórarinn Thorson er fæddur hér í Winnipeg og eru
foreldrar hans þau Stefán Thorson, valin-kunnur gáfumaður
og ræðumaður ágætur, hér í borg, og kona hans Sigríöur Þórar-
insdóttir. Eru þau hjón bæði ættuð úr Biskupstungum í Arnes-
sýslu. Foreldrar Stefáns voru þau Þórður Jónsson og Helga
Jónsdóttir,hjón á Bryggju í Biskupstungum, en foreldrar Sigríðar
þau Þórarinn Þórarinsson og Guðríður Jónsdóttir hjón í Asakoti í
Biskupstungum. Þau Stefán og Sigríður fluttust til Reykjavíkur
árið 1881 og stundaði Stefán þar steinsmíði. Þar dvöldu þau'
uns þau fluttust hingað vestur sumarið 1887, og er Joseph sonur
þeirra.einsog áður segir, fæddur hér þann 1 5 Marz mánaðar 1889
er hann því aðeins tvítugur að aldri og því sá ýngsti er hlotið
hefir Rhodes’ verðlauninn enn sem komið er, hér við háskólann.
Ennfremur má geta þess að frá því háskólinn var stofnaður hér
í þessu fylki nú fyrir 32 árum síðan, eða síðan 1877, hefir engin
útskrifast með jafn háum vitnisburði og hann. Til gamans
setjum vér hér vitnisburð hans frá því hann lauk námi á barna-
skólanum árið 1903, við Carlton skóla þessa bæjar og fram til
þessa.