Heimir - 01.02.1910, Page 12

Heimir - 01.02.1910, Page 12
32 HEIMIR viðteknu trúarbrögSum er aö finna, og þær eru betri, vegna þess, að þær eru lausar við alla eigingirni og ímyndanir um stjórnir, dómstóla, félagslega upphefð og stríð. Að lokum, þessi tuttugasta aldar trú á ekki aðeins að vera í samræmi við hinar miklu veraldlegu hreifingar mannfélagsins— lýðstjórn, rétt einstaklingsins, félagslegt hugsæi, áhuga fyrir mentun, rannsóknar löngun, tilhneigingu nútímans til að veita nýjungum fljótar viðtökur, hina nýju krafta varnandi meðala, og síðari tíma framfarir í siðfræðinni viðvíkjandi verzlun og iðnaði—heldur einnig í raun og veru í sámræmi ’ninar áreiðan- legu kenningar Jesú, eins og frá þeim er skýrt í guðspjöllunum. Opinberun sú, sem hann gaf mannkyninu verður þannig dásam- legri en nokkru sinni áður. SKAMMSÝNI I algjörum skilningi sjáum vér menn ekki neitt. Ekkert Jrað heitið getur. Enda hversu má það ? Vér tökum varla upp úr grasi. I samanburði við Jiessa jörð,seni þó ekkf er stór í sam- anburði við aðra hnetti himinngeimsins, aðeins eins og eitt smærsta sandkornið í sjávarmálinu.— I samanburði við hana erum vér einsog ekkert, lítiö meir, en arið í sólargeislanum. Yfir höfðum voruni svífafuglarhimingeinisins,yfir höfuð vor gnæfa tré merkurinnar afar hátt. Andardráttur vor vekur ekki boða á ölduhafi loftsins, rödd vor Jiagnar og deyr út í fáeinna faðma fjarlægð frá oss sjálfum. Hversu fáurn vér Jiá í algjörum skiln- ingi séð og skynjað alt.? Vér skiftum tímanum niður í daga og nætur, eyktir og stundir, ekki svo vér fáum betur talið hann, heldur svo vér fáuni betur miðað æfina við þessi fáu fótrnál sólbrautarinnar. Er sól rís og sendir geisla á himinhvolfið,segjum vér korninn dag. Ejósið leggur um vorn hluta heimsins. Vér rísum af sæng. Vér erum á ferli <>g inni. Hvað sjáum vér.?

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.