Heimir - 01.02.1910, Page 15

Heimir - 01.02.1910, Page 15
H E I M I R 135 Og fjallið og elfan og regnið eru dæmi mannlegs lífs. Regnið úrsvala og kalda, er gefur þó lífs kraft, er gæfulausa og glataða æfin, er einnig gefur á vissan hátt lífskraft. Og til er ekki sú glötuð æfi að ekki veiti hún líf, og má yður virðast það undarleg kenning. I fyrsta lagi án glataörar æfi, gæfusnauðrar æfi, væri ekki dygðareikninga lífið til, því ekki yrði það þá dygð aö láta samhyggð sína viö mannlegar þrár og lífslöngun verða úti, ef hjá einstöku væri hún ekki 1' ofríkutn mæli og leiddi stundum út í ófærur. En þess utan, getur og glötuö æfi orðið öðrum til lífs, —með því að glata henni fyrir aðra. Að þau orð gætu bergmálað og grafið sig sem dýpst í huga þess setn æfinni er að glata! — “Æfi þín er að inestu glötuð, þú ert að glata henni, ” um letð og samvizka mansins hvíslar þeim orðum að honuin, að hún bætti þá við, “en glataðu henni þá fyrir aðra, með því verður hún öðruin til lífs!” Og það ráð vildum vér gefa þeim sem eru að glata æfinni, eða ætla að glata henni, að glata henni þá fyrir aðra svo hún veröi öðruin til lífs. Og það ráð er ekki frá mér því áður fyrri á tíð var sagt á einum stað, “sá sem ætlar að forða lífi sínu mun glata því, en sá sem glatar því mun finna það ” og það er nokkuö hið saina. Ef þú hefir pening til að kasta,þá keyptu með honum þræli frelsi. Ef þú hefir blóði að fórna láttu það falla í þína móöur mold, henni til gróðrar og blessunar, og ef þú hefir æfi að glata, glataðu henni fyrir aðra, þá verður hún öðrum til lífs. En, að vér snúuin aftur nær því sem vér vorum að athuga. Vér sjáuin skamt,eða sem næst ekkert, í hinum ýtrasta fullkomna skilningi. Myndir dagsins, bera oss fyrir eins og vér höfum bent á og sama má segja utn tnyndir nætur. Myndir sumar- næturinnar,—því sumar nóttinn er sú eina sanna nótt,—vetrar nóttinn er ekki nótt,—hún er dauðinn. Og hvað sjáurn vér um þá nótt? Upp í bláloftinu þúsundir stjarna. Þær sindra fyrir auganu og blakta eins og skar, á kveik, sem er að deyja. Og máske eru þær skar—á kveik, sem er að deyja—uin hundraðir millíóna ára—oss getur dreymt um það—vér sjáum það ekki. Og þá eru

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.