Heimir - 01.02.1910, Page 17

Heimir - 01.02.1910, Page 17
H E I M I R 137 vér fáuin ekki séö. En hitt vitum vér, aö til nálægöar æðri kraftar, finnur hann, því til þess höfum vér og einnig fundiö og aö einn er sá sameiginlegleiki alls mannlegs eðlis, þótt sjónin sé veik og óskýrr........ R.P. HUGSJÓNIR Vort hversdagslega líf er snautt. Og ýmsir álíta að það verði helst auðgað meö vélum. Maskínum, er vinni meira, framleiöi meira, hafi tvöfalt sverari hreifimöndul, búi til enn meiri peninga. En það er ekki allskostar rétt. Framleiðslu magns þarfnast samtíð vor einsog allir tímar og stundir meöan fólk býr hér á jörö og þarf að lifa. Samtíð vor þarfnast framleiðslu á efnalega vísu. Enginn skyldi lítils virða það því slíkt er fávísi. Vér þurfum öll að eta og klæðast og sjá fyrir daglegum þörfum og enginn vafi er á því, eftir því sem mannfólkinu er gjört það léttara.eftir því má vænta meiri vellíð- unar hér á jörö. Og jafnvel það augnamið í sjálfu sér, aö vinna að því að létta þá baráttu á efnislega vísu er stórgöfug hugsjón. En sú velmegun er tæplega einhlýt og helst ómöguleg til nokkurs framhalds, nema andleg frainför fylgist með. Vér getum tæplega'sagt að Maura-Jón, er safnar fullum sjó- vetlingum af peningum, og grefur þá í fiskihlöðum, en sefur sjálfur í moðbing og klæðist tötrum, sé sjálfstæður. Það vantar æði mikið á það. Né er heldur hægt að segja að efnaður nú- tíðar maður, sé hann svo að hann eigi ekkert mið framundann, sé hann annara málvél, vinnuvél, sé sjálfstæöur. Þessi tíð, einsog allar aðrar aldir þarfnast líka andlegrar framleiðslu er gjöri menn andlega sjálfstæða. En nú virðist það hugum manna fráleitara og lagt til minni meta en að safna fé, og hver tnunur er hugsjóna mannsins og hins er enga hefir, er oft ekki gjörður né talinn, og hver munur er hugsjóna skáldsins og liins veit eða skoðar fjöldin ekki.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.