Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 21

Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 21
HEIMIR 141 únítariskum skoöunurn samþykkir, á árinu, sem nú er byrjað. Samvinnan og einingin eru alstaöar nauðsynlegar, en hvergi þó jafn nauðsynlegar og þar sem starfsmennirnir eru fáir og mál- efnið stórt.— Góður vilji er sigursæll, honum er ekkert um megn. Þann 12. Sept. í haust er leið myndaðist nýr söfnuður við Otto P. O. hjá Grunnavatni. Var safnaðartnyndun sú að miklu leiti að þakka starfi hra. Alberts Kristjánssonar, guðfræðis- nemanda viö Meadville prestaskóla, er var þar vestra síðast liðið sumar og þjónaði Mary Hill söfnuði í Álptavatns byggð um sama tíma. Allareiðu voru margir frjálslyndir menn við Grunnavatn, og þar á meðal hra. Pétur Bjarnason er verið hefir útbreiöslu stjóri hins Únítaríska kyrkjufélags nú um nokkurn tíma. Og komið hafði til tals að mynda þar söfnuð nú fyrir nokkru en varð þó ekki af þá, vegna þess að mönnurn fanst tæplega 'tími tilkominn fyr en almenningi bygðarinnar gæfist kostur á að kynna sér skoðanir Únítara. Messum var því aðeins haldið uppi undan- farin ár og að lokum hefir það borið þenna árangur. Á fundinum í haust voru þessir kosnir í safnaöarnefnd : Pétur Bjarnason, forseti; Mrs. Oddfríður Johnson, vara forseti; Steinþórr Vigfússon, Skrifari; Pétur Pétursson, vara skrifari; Einar Johnson, féhirðir; Ingimundur Sigurðsson og Mrs. Sigríöur Hördal, meðráðamenn. Ársfund hélt söfnuðurinn aftur nú í síðastliðnum mánuði (Janúar) og voru þá flestir hinir sömu endurkosnir. í stað skrifara var Miss Rannveig Halldórsson kosin og í stað meðráð- enda hra. Jónas Halldórsson og Jón Vestdal. Söfnuður þessi nefnir sig “Únítariski Söfnuður Islendinga við Grunnavatn.” Er nú byggðin hér vestur af Winnipeg, við Manitoba vatn vel skipuð frjálshugsandi mönnum og líkur til að sú stefna eigi þar fagra framtíð. Hafa söfnuðurnir við Mani- toba vatn og Grunnavatn kallað til sín prest með komandi

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.