Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 21

Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 21
HEIMIR 237 “Guösríki” “Mús í gildru” “Sögunarkarlinn” ofl.eru mjög góö sýnishorn af þeirra aöalstefnu, sem birtist í skáldskap Siguröar. I mörguiu af lausu vísunum og smákvæöunum í bókinni er mikill sannleikur sagöur í stuttu máli. Um þýddu kvæöin má eflaust segja, aö þau eru yfirleitt góö. Hvaö máli og rími viövíkur, þá er hvortveggja vel vandaö yíirleitt. En ekki veröur því r.eitaö, að á stöku staö heföi mátt vanda betur máliö, því jafnvel eitt orö sem er ósmekkiega valiö getur stór lýtt heilt kvæöi. Allur ytri frágangur bókarinnar er sérlega vandaöur. Hefir auösjáanlega ekkert veriö sparaö til aö gera bókina sem bezt úr garöi. Andvökur 3. bindi eftir Steplian G. Stephánsson. Útgefendur nokkrir Jslendingar í Vosturheimi. Þetta þriöja bindi af kvæöum Stephans G. Stephánssonar, sern er komiö hingaö vestur ekki alls fyrir löngu er góö viðbót viö þau tvö sem komin voru á undan,—góð viöbót sérstaklega vegna þess aö í því er sá kvæöaflokkur, sem mörgum, og þaö ekki aö ástæðulausu, finst vera þaö bezta sem skáldið hefir ort, nefnilega flokkurinn “Á Ferö og Flugi.” Þaö er víst að hvergi hefir Stephani tekist betur aö segja frá en þar, hvergi hefir hann dregiö jafn snildarlega lýsingu af persónum og þar. Skáldiö birtist hvergi annarstaðar jafn vel sem mannþekkjari. Saga Ragnheiöar litlu og lýsingin af prestinum og frú hans munu lengi veröa viö lýöi eftir aö sum önnur kvæði skáldsins hafa fyrnst, og þó er engu af því sem þaö hefir ort mjög hætt við aö fyrnast hjá þeim, senr leitast við aö skilja þaö. Margt annað sem í þessu bindi er, er gott, en fátt af því viröist komast í sarnjöfnuö viö það bezta, sem er að finna í tveimur fyrri bindunum; þó má taka kvæöiö “Draupnir” undan. Það kvæöi er eitt hiö bezta af öllum kvæöum Stepháns.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.