Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 7

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 7
H E I M I R 3i persónu sína, meö því að safna inn í hana stórum hluta af lífsafli kærleikans. Kærleikurinn er því eölilegt andlegt lífsafl. Eg vil þá meö fáum Oröum sýna hugsanir rnannsins eöa aðaleinkenni manngildisins, þegar hann skoðar tilveruna og kærleikann í því ljósi, sem ég hefi bent á hér að fratnan. Af því að maðurinn veit að hann er mjög skamt á veg kominn á þekkingarbraut sannleikans, og af því.hann veit að hið sanna manngildi er einungis fólgið í því, að þekkja náttúrnua, öfl hennar, og lög þau, sem hún stjórmst af, og af því hann veit að allir menn eru sameiginleg lífsheild, og aðsérhver hluti þeirrar heildar hefur þroskunar öfl í sér fólgin, þá verður það vilji hans og lífsþrá, að ná þekkingarinnar hæðsta takmarki, ogsömuleiðis að allir aðrir menn nái því, til þess að öll hin mannlega heild veröi fullkomin. Afleiðingin af þessari skoðan veröur svo við- kvæm tilfinning og samhygð með öllum þjáninguin mannanna, og öllum óíullkomlegleika þeirra. Þessi sainhygð vekur svo sterka hvöt hjá honum til þess að lina þrautirnar og auka þekkinguna. En til þess finnur hann aðeins einn vissan veg, og sá vegur er, að finna orsakir þjáninganna, því þegar orsakirnar eru fundnar, finnst um leið vegur til að afstýra þeim. Nú sér hann að það er sannleiksþekkingin ein, sem afstýrt getur meinum mannlífsins, en ekki trú, sem hugsjónir skapa. En til þess að geta orðið megnugur um að byggja upp sjálfan sig og liðsinna öðrum, þá notar hann öfl síns frjálsa vilja til þess að draga til sín öfl kær- leikans, og við það styrkjast líffærin, svo þau verða fullkomnari safnvél til þess að taka á móti þekkingu, og rniðla henni til annara. Af þessu öllu leiðir að hin skynsamlega trú mannsins, verð- ur trú á sannleikann, og sömuleiðis trú á það, að maðurinn geti rneð kærleikans afli, náð því þekkingar hámarki,sem hin eðlilega þekkingar þrá krefst, bæði í þessu lífi og framhaldi þess. Eins og hið líkamlega líf þarf samkvæmt eðlislögmáli, að draga til sín viöhalds efni úr nattúru jarðarinnar, til þess að geta lifað og þroskast, eins þarf hinn andlegi hluti mannsins næringu, til við- halds og fullkomnunar. Og til þess að draga til sín hin andlegu lífsefni notar maðurinn þá aðferð sem við köllum bænina. Bæn

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.