Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 13

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 13
HEIMIR 37 innar. ÞaS var skoSanafrelsiö, seni þeir vildn rySja braut í heiminum, en skoðanafrelsi þýöir traust á mannlega skynsemi og möguleika hennar til aö ráöa fram úr lífsgátunum og finna sannleikann. Þetta var efalaust hugsjónin, sem menn þessir lögðu vinsældir og metorð, já, lífiö sjálft í sölurnar fyrir. Máske helir hún ekki æfinlega veriö eins skýr og glögg hjá þeim og hún er nú eftir aö hafa þroskast í gegnum aldirnar, en alt um þaö var hún þeirra hugsjón og hún ber fagran vott um trú þeirra á manneðliö, þegar allur heimurinn leitaöi aö valdi, sem hægt væri aö kúga þetta manneðli undir meö öllum sínum framsókn- arþiám og sjálfstæöistilhneigingum. Hvaöa tímabil, sem vér tökum úr sögu únítarísku hreyfing- arinnar veröur þetta eitt af eftirtektarveröustu einkennunum. A Englandi ryður hreyfingin sér til rúms á móti valdi ríkis- kyrkjunnar, sem reyndi eins lengi og unt var aö koma í veg fyrir aö aðrar skoöanir en sínar væru iluttar opinberlega. Aðrar trúarbragöalegar hreyfingar á Englandi gerðu hiö sama, en þær skorti þaö frjálslyndi, sem þoldi ekki, eigi aöeins bönd þau, sem ríkiskyrkjan lagöi á hugsanir manna, heldur einnig þau sem fastheldni viö úreltar kenningar og þröngur hugsunarháttur í trúarefnum höföu í för rneð sér. I Bandaríkjunum voru kringumstæöurnar alt ööru vísi. Þar var ekki um neina ríkiskyrkju aö ræöa, er bannaöi mönnum að hafa aörar skoöanir en þær, sem hún kendi. Hinir fyrstu íbúar landsins höföu einmitt flúiö undan þess háttar ofríki og lýöstjórn- arandinn, sem altaf haföi lifaö frá því landiö bygöist og að síöustu brotist út í sigursælli baráttu fyrir sjálfræöi, þoldi ekkert ytra vald í trúmálunum. Samt var þaö þar sem aö únítaríska hreyfingin átti fyrir hönduin aö festa jafnvel dýpri rætur en á nokkrum öörum staö. Hvernig gat þaö átt sér stað, þar sem frelsi þaö er hreyflngin haföi haft aö aðal markmiöi sínu var þar aö finna í fyllra mæli en í nokkru ööru landi ? Hér komuin viö aö einu þýðingarinesta atriöinu í sambandi við sögu únítarísku hreyfingarinnar frá guöfræöislegu sjónarmiði skoöað. Guðfræöi kongregazional kyrkjunnar í Ný-Englands fylkjun- um var kalvínsk guöfræði. Samkvæmt henni átti manneöliö að

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.