Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 11
H E I M I R 35 inn samanstóö af, og að þessi persóna hefði birzt í manni, tekið á sig hans eðli án þess á nokkurn háttað glata sínu, verið tvent í einu en þó í raun og veru aðeins annan o. s. frv. þaö var alt í simræmi við þá tegund af grísku heimspekinni, sem þessir menn voru kunnugastir; og hún var þá í svipuðu afhaldi í heiminum og náttúruvísindin eru nú. En hvað er það sem í raun og veru aðskilur þessar tvær hliðar í deilunni um eðli hins sögulega Jesú? Það er ekki það, að önnur vildi hafa trú á einn guð, en hin trú á tvo eða þrjá guði; allir vildu hafa eingyðistrú; fjölgyðistrúin gamla var þeim fjarri skapi. Það sem öllu öðru fremur aðskilur þær er skoðanamuuur á eðli mannsins. Önnur hliöin heldur fram að manneðlið í einni sögulegri þersónu hafi náð þeirri full- komnun að verða guðdóinlegt, að vísu ekki án sérstakrar guð- dómlegrar hjálpar, hin hliðin aftur á móti heldur fram að það sem orsakaði fullkomnunina í sögulegu persónunni hafi verið utanað komandiog manneðlitiu alveg óskylt. Þetta eraðal atriðið í hinni löngu og hörðu deilu, sem var háð innan kyrkjunnar á 3 og 4 öldinni, áður en þrenningarkenningin, eins og hún hefir komið niður til vor, var fast ákveðin, sem vér sérstaklega ættum að bera í huga. Helsta einkenni miðaldanna svo nefndu, þess tímabils, sem kyrkjan réði algerlega yfir, er trúin á hið yfirnáttúrlega. Þessi heimur og alt sem honum tilheyrði var íllur í augum manna. Ivraftaverk og undur voru það eina, er álitið var að hefðí veru- legt gildi. Þegar svo endurvakningin kemur í heimi andans, þá er hún fyrst í því innifalin, að menn leita að og tínna þaö sem þeir höfðu glatað, sína eigin fjársjóði, er höfðu fallið í gleymsku. Bókmentir og listir hinna fornu mentaþjóða eru grafnar upp, og menn fara að snúa hugum sínum frá himnaríki og helvíti, djöfl- iim og englurn, kraftaverkum og kynjum, og gera sjálfa sig og sitt eigiö andlega líf að íhugunarefnum sínum. Afleiðingar þessarar miklu endurfæðingar mannsandans iná sjá í hinum stórkostlegu vísindalegu uppgötvunum, sem gerbreyttu þekkingu manna á heitninurn. Trúarbrögöin voru einnig snortin af henni. Siðbótin hefði aldrei orbið nema fyrir áhrif hennar. Það sem siðbótin vann

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.