Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 12

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 12
36 H £ I M I R var þetta, aö hún braut á bak aftur vald stöfnunar, sem ekki viöurkendi rótt einstaklingsins til aö hafa sínar eij^in skoöanir, ef þær voru skoöunum þeim, sem hún hélt frain á nokkurn hátt andstæðar. Þetta var aö tneta frelsi mannsins meira en réttindi stofnunarinnar til aö móta alt andlef't líf í sínu eigin formi. Eu á hinri bóginn voru frelsiskröfur siöbótarmannanna mjög tak- tnarkaðar. Þeir settu allskonar takmörk um þaö hversu langt inætti ganga í skoöanabreytingunum; í staðinn fyrir trúaratriöi þau, sem kyrkjan haföi fyrirskipaö, fyrirskipuöu þeir önnur; í staðinn fyrir hennar rétttrúnaðarmælikvarða settu þeir sinn eigin ; þeir fundu hvar skórinn krepti aö þeim sjálfum, rýmkuöu hann viö sitt hæfi ogtöldu sjálfsagt aö hann væri þá öllum nógu rúu.tur. En sú skoöun þeirra var röng. Ofurlítill hópur af inönnum hélt fram, þó rneö mestn varkárni, aö stefnan, setn orsakaöi uppreist- ina á móti valdi katólsku kyrkjunnar, hlyti líka, ef henni væri fylgt fram eins og vera ætti, aö hafa í för meö sér neitun á ýmsum kenningum, sem siöbótarmennirnir höföu látiö óhreyft viö. Þessi hópur, sem var ofsóttur bæöi af katólsku kyrkjunni Og tnótmælendum, skildi betur en nokkrir aörir menn á þeitn tíinum, hvert breytingarnar, sem oröiö höföu, stefndu, aö því er trúarskoðanir sneitir. Þeir sem fyltu hóp þennan voruótrúlega djarfir f kröfum sínutn um skoöanafrelsi og rétt til aö gagnrýna jafnvel allra mikilvægustu kenningar kristnu kyrkjunnar. Þeim tókst aö stofna nýjan fiokk, sem aðgreindist frá öllum öörum trúfiokkum meö því aö neita kenningunni um guðdóm Krists. Þessi flokkur hlaut nafniö únítarar. Og í einu landi á megin- landi Noröurálfunnar náöi hann svo varanlegri fótfestu, aö hann hefir haldist viö frarn á þennan dag, nefnilega á Ungverjalandi; þar verönr 400 áraafmæli únítarakyrkjunnar haldiö í sumar. Hver var tilgangur þessara manna og hvers vegna voru þeir ekki ánægöir meö þaö frjálslyndi, sem allur þorri siðbótarmann- anna voru ánægöir meö, Og þær breytingar, sem þeir aöhyltust? Rétta svarið viröist vera, aö þaö sem þeir vildu láta hina nýju hreyfingu stefna aö, hafi veriö alger lausn undan öllu ytra valdi í trúarefnum, hvort sem það vald var aö finna í viöteknum kenn- ingum og siöum kyrkjunnar eöa í ritum frá fyrstu tímum kristn-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.