Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 8

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 8
32 HEIMIR þessa manns mundi verSa á þessa leiö: Þú hiö eilífa ótakmark- aöa alheims kærleiks afl. Eg finn sárt til vanþekkingar minnar og veikleika, ég þrái að skynja og skilja alt, öll náttúrunnar lög öfl og efni. Ég þrái að verða fullkominn, og ég þrái að aðrir menn veröi það; ég veit að þú ert mitt lífsafl, ogaf þér þroskast það; ég vil því meðtaka þín áhrif og draga þau til mín, og gjöra mig meðtækilegan fyrir þau; ég bið því með fullu trausti að kraftur þinn stjórni mér og öllum mönnum í hinni mannlegu lífsheild. Efni þessa erindis míns er í stuttu máli þetta: Maðurinn er sérstök ákveðin heild, bæði líkamleg og andleg heild. Hann er frjáls, og þess vegna á hans vald að þroska manngildi sitt í hvaða átt sem hann vill. En ef að þroskanin biýtur eðlislög náttúrunnar, þá er hún að því leyti eyðilegging á manngildinu. Allir menn eru frjálsir, og allir menn mynda sameiginlega lifs- heild. Þess vegna má engin einstaklingur nota. frelsið, til þess að hindra annari frá að nota það. Oll tilveran er óendanlegt heilda k.erfi, og hver hluti í því kerfi, vinnur að við- haldi heildar sinnar, eins og hver sella í líkama mannsins vinnur að viðhaldi hans. Öll þau heildakerfi, sem menr.irnir húa til, verða að vera í fullu samræmi við náttúrulögin, því með þvf eina móti verða þau uppbyggileg fyrir manngildið; og með því eina móti geta heildirnar þroskast íheilbrigðu formi. Menn ættu þvf að taka náttúruna til fyrirmyndar þegar menn vnynda félagsheildir, og sömuleiðis hvernig hinir einstöku hlutar heildar- innar eiga að vinna. Að síðustu ætla ég að taka það fram, að til þess að maður- inn geti náð heilbrigðri menning verður bæði líkamleg og andleg þroskun hans, að vera í fullu samræmi við eðlislög náttúrunnar, því þau bregðast ekki, og maðurinn er þeim vitandi og óafvit- andi háður. Engin trú eða kenning mannanna hefur nokkur áhrif á þau lög, og svo er annað, að árangurinn af þeim rökfærs- lum, sem ég hefi tilfært í þessu erendi minu, verðurhinn samiog ég hefi áður látið í ljósi er þessi: að manngildið og þroskun þess hyggist á sannleiks þekkingu og kærleika.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.