Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 68
62
Jón J. Aðils:
IÐCNN
með sér, að þessi ráðstöfun konungs var aðallega
sprottin af umhyggju fyrir þegnum hans i Danmörku.
Hann ætlaði sér með þessu að efla verzlun og vel-
megun í helztu borgum ríkisins. En það var jafn-
framt stjórnkænskubragð til að brjóta hið forna
Hansaveldi algerlega á bak aftur, því ísland var ein
af siðustu verzlunarstöðvum Hansakaupmanna er-
lendis. Það er meir en líklegt, að konungur og stjórn
bans hafi verið þeirrar skoðunar, að þessi ráðstöfun
mundi jafnframt verða íslendingum sjálfum fyrir
beztu, og að þeim yrði betur borgið með þessari
tilhögun en þeirri, sem áður var, því verzlunarkjör
Þjóðverja höfðu farið hríðversnandi í lok 16. aldar-
innar, og íslendingar diöfðu ósjaldan áður fyrri orðið
að sæta ofbeldi og ránum af hendí útlenzkra kaup-
manna, án þess að nokkur leiðrétting fengist á því.
Var öll ástæða ti) að ætla, að danskir kaupmenn
mundu virða meira boð og tilskipanir konungs en
hinir útlenzku kaupmenn höfðu gert, og að auðveld-
ara mundi að hafa eftirlii með þeim en öðrum,
krefja þá reikningsskapar á ráðsmenskunni og ná
sér niðri á þeim, ef út af bæri. í þessu skyni voru
þegar frá öndverðu sett ýms skilyrði í einkaleyfis-
bréfin, sem áttu annars vegar að tryggja íslendinga
gegn yfirgangi og ójöfnuði af hálfu kaupmanna, og
hins vegar kaupmenn gegn refjum og launverzlun af
hálfu landsmanna. Og eftir því sem stundir liðu
fram urðu skilyrðin æ fleiri og strangari og marg-
brotnari, þar til búið var að segja fyrir um hvað
eina, er hugsast gat, í viðskiftunum. En hvernig sem
að var farið, reyndist mjög örðugt að girða fyrir
misfellur og óánægju á báða bóga. Var því sífelt
verið að breyta um tilhögun á útgerðinni, ef ske
mætti, að þá gæfist betur eu áður, en ávalt þótti
eitthvað að. Fyrst ráku borgirnar þrjár verzlun í
sameiningu og skiflu höfnunum á milli sín, þannig