Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 119
iðunn
Trú og sannanir.
113
.'v'H ✓ /V a / ‘ e/ i i
mJ L l j
N
S
\
V'\
hvenær það er sent. Nu flýgur skeytið frá A til B á
rafmagnsöldum A-stöðvarinnar. En á móttökustöð-
inni eru sömuleiðis þrír menn, símritari, er tekur á
móti skeytinu, og vitundarvottar, er votta komutíma
þess og efni. Síðan geta stöðvarnar borið saman
bækur sínar um orðahljóðun skeytisins og eins um
það, hver hafi sent það og hvenær, og alt kemur
heim upp á punkt, kommu og sekúndu. Skeylið er
vottfest í báða enda og því lalið óyggjandi. Þetta er
dæmi fullkominnar sönn-
6^ unar.
\v En nú geturn við hugs-
að okkur aðra mögu-
leika, að skeyti komi
t. d. frá a, b eða c til
B. Hér er sönnunin ekki
eins góð og fullkomin,
og þó er kann ske unt
að vottfesta skeytið í
báða enda, bæði að vott-
íesta, hver bafi sent það
og hver tekið á móti því.
Enn er þriðji mögu-
leikinn, d, að skeytið
berist frá einhverri ókunnri stöð langt úti í heimi.
Pk er það auðvitað talið óvottfest í annan endann,
og enginn veit, hvaðan það kemur, fyrri en stöðin
hefir nafngreint sig og sannað tilveru sína, svo og
hvers efnis skeytið var og hvenær það var sent.
Ef menn gætu nú hugsað sér, að loftskeyti bærust
frá »öðrum heimi«, e, þangað sem enginn lifandi
maður getur komist fjrrri en hann er dauður, og
þaðan sem enginn á afturkvæml, ef hann einu sinni
er farinn »yfir um«, ja, þá er sýnilegt, að endinn e,
endinn, sem liggur yfir í annan heim, verður jafnan
óvottfestur á venjulega veraldarvísu, og því verða
Iðunu VI. 8