Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 82
76
Jón J. Aðils:
IÐUNN
við þá. Þegar einokunin hófst, voru sjávarafurðirnar
í mestum metum og beztu verði erlendis, en land-
búnaðarafurðirnar fóru sílækkandi, og létu einokun-
arkaupmenn berast þar með straumnum án þess að
gera nokkra tilraun til að hefta verðfallið á land-
búnaðarafurðunum. t*eir ýttu meira að segja undir
það með kaupsetningunum. Afleiðingin varð sú, að
fjöldi manna flutti úr sveitunum og settist að á hjá-
ieigum eða í þurrabúðum við sjóinn, og fór það mjög
í vöxt alt til loka 17. aldar. En þá varð um hríð
mikið aílaleysi í ílestum veiðistöðum landsins, og
ílosnaði þá fólkið upp unnvörpum, svo að hjáleigur
og þurrabúðir lögðust í eyði víðs vegar um land,
eins og Jarðabók Árna Magnússonar ber vott um.
En þó að eftirsókn væri mikil hjá kaupmönnum í
sjávarafurðirnar, þá dró það hins vegar mjög úr
áhuga manna að sækja sjóinn, að kaupmenn gerðu
að jafnaði mikið af aílanum afturreka, ef vel fiskað-
ist, því bæði var skipastóll þeirra af skornum skamti»
og svo voru þeir hræddir um verðfall erlendis, ef of
mikið bærist að af fiskinum. Oft og einatt fékst eigi
salt í kaupstöðum, hvað sem í boði var, svo að
sumarafli manna varð ónýtur af því, að eigi var
unt að herða fiskinn um það leyti árs, og sláturfé
urðu menn á stundum að reka heim aftur af sömu
ástæðu. Þetta aftraði mönnum frá að framleiða meira
en góðu hófi gegndi og olii kyrstöðu í öllum at-
vinnugreinum. Enn er ótalið það tjón, sem íslend-
ingar biðu andlega og líkamlega við það, að þeir
voru öldum saman útilokaðir frá að taka sjálfir þátt
í jafn-arðvænlegri og þroskavænlegri atvinnugrein
eins og verzlun og siglingar eru og urðu í stað þess
að eiga alt undir öðrum. Var það eitt út af fyrir sig
allmikill hnekkir íslenzku þjóðinni, og er óvist nema
það hafi framar flestu öðru staðið henni fyrir þrifum,
þegar öllu er á botninn hvolft, því við það urðu