Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 80
74
Jón J. Aðils:
IÐUNN
landi að hafa strangar gætur á því, að fyrirmælum
hennar væri hlýtt. En þar vildi oft og einatt út af
bregða, og varð löngum alt annað úr í framkvæmd-
inni en til var ællast í lögunum. Voru þau að jafn-
aði túlkuð mjög í vil kaupmönnum að minsta kosti
alla 17. öldina og fram á hina 18. Hafði það að
sjálfsögðu talsverð áhrif í þessa átt, að æðstu emb-
ættismenn landsins voru þá jafnan danskir og höll-
uðust því meira á sveif með löndum sínum, kaup-
mönnunum. En hitt varð þó ef lil vill enn þyngra á
metunum, að sumir þeirra voru meira en lítið háðir
kaupmönnum og ráku sjálfir prangverzlun með vit-
und þeirra eða nutu ýmsra hlunninda hjá þeim í
viðurkenningarskyni fyrir greiðasemi og hollustu.
Þannig gerði Henrik Bjelke sig beran í að forða
kaupmönnum undan lögmætum refsingum í saka-
málum, ef honum bauð svo við að horfa, og Krist-
ján Miiller amtmaður lét kaupmenn hafa sig til hvers
sem vera skyldi að vitni Árna Magnússonar. Var
hann jafnan reiðubúinn til að framfylgja refsingar-
ákvæðuin laganna til hins ítrasta gagnvart íslend-
ingum, ef þeir gerðu sig seka í ólögmætri verzlun á
öðrum höfnum eða einhverju þess háttar, en kaup-
menn þeir, sem voru þeim samsekir í þessu, fengu
aldrei neina ráðningu, svo kunnugt sé. Og sýslu-
mennirnir voru oft ekki hótinu betri, þvi auk þess
sem margir þeirra voru danskir og jafnvel úr kaup-
mannastétt, þá voru þeir þar á ofan háðir kaup-
mönnum á ýmsar lundir og sáu sér hag í því að
vera í vinfengi við þá. En afslaða stjórnarinnar í
þessum málum fór að öllum jafnaði nokkuð eftir
því, livernig embættismennirnir voru skapi farnir.
Má svo að orði kveða, að á 17. öldinni hallisl kon-
ungur og stjórn yfirleilt fremur á sveif með kaup-
mönnum og láti bagsmuni þeirra sitja í fyrirrúmi.
En eflir aldamótin 1700 fer að votta fyrir breylingu