Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 145
iÐUNN
Kreppur og hrun.
139
eins og þruma úr heiðskíru lofti eða eins og skriða
úr fjalli. Og þá getur nú orðið eitt meiri háttar
hrun (krach). Ekki þarf nema eitthvert stórt firma,
sem hefir víðtæk sambönd, hætti að geta borgað og
verði gjaldþrota; þá rífur það oft aðra með og svo
hvað af hverju, þangað til alt er í einu uppnámi og
verður til undir skriðunni. En þetta sýnir, að það
er ekki gott að vera mjög víxlaður eða flæktur í
mörg og misjöfn viðskiftasambönd. Það getur orðið
manni að fótakefli og fjörlesti. En útfallið getur líka
byrjað ofurhægt, þannig að maður í fyrstu taki alls
ekki eftir því, að farið sé að fjara út. Vöruverðið
Iækkar — verzlunarveltan minkar; verksmiðjur og
framleiðendur verða að draga úr vinnu sinni og
framleiðslu og verða þar af leiðandi að minka við
sig vinnukraftinn. Það verður að hætta við ný, hálf-
•byrjuð og illa rekin fyrirtæki. En hin minkuðu vöru-
kaup valda þvi, að skipaleigur og önnur far- og
farmgjöld lækka. En tekjur allra manna, sem ekki
eru á fösturn launum, þverra nú líka óðum, og menn
hætta að geta greitt skuldir sínar, og verða því fleiri
eða færri að gefa sig upp á bátinn. En þá fer til-
trúin að bila. Bankar og aðrir lánardrotnar fara að
ganga eftir skuldum sínum og hætta að veita lán,
en það kemur enn meiri kyrkingi í alt viðskiftalífið.
Nú vilja allir selja bæði vörur sinar og verðbréf, en
fyrir bragðið fara þær niður úr öllu valdi. Fleiri og
íleiri verða gjaldþrota, og flestir leggja árar í bát.
Nú er grafkyrð og þögn eftir allan gauraganginn.
í*eir einu, sem nú geta glaðst, eru þeir, sem sitja á
föstum launum, því að nú stígur kaupmagn þeirra
með verðlækkuninni, enda eru þeir þá búnir að þjást
nógu lengi undir verðhækkun og dýrtíð. Þeim er svo
undarlega farið, aumingjunum, að þeir mega fagna
vondu tímunum og ótlast þá góðu, ef laun þeirra
eru þá ekki komin á verðlagsskrá. En nú er hrátt