Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 90
84
Theodór Friðriksson:
IÐUNN
eftir systrunum í Garði? Veiztu hvernig komið er
fyrir þeim? Þær hafa nú báðar eignast barn í lausa-
leik. Sjáðu til! Þarna standa þær utan við mann-
þröngina. Það langar víst fáa til að bjóða þeim
upp. —
— það eru svo margar undantekningar frá þessu,
sem betur fer, — svaraði Grímur, — og svo taka
ekki allar stúlkur það eins nærri sér, þó þær eignist
barn. —
— Getur vel verið. En heldurðu, að allar stúlkur
hér í firðinum gangi hreinni frá verki en þær systur,
þótt þær segi ekki eftir? —
— Um það erum við ekki færir að dæma. —
— Nei, nei; það erum við víst ekki. En karlmenn-
irnir ættu að skammast sín fyrir það, hvernig þeir
haga sér við aðkomustúlkur hér í firðinum á sumrin.
Það er eins og lauslætið sé að verða að faraldri hjá
þjóðinni eftir því að dæma, sem hér á sér stað.
Karlmennirnir gangast ekki við börnum sínum, og
alt lendir i málarekstri og svardögum. Og svo þessi
mikli skortur á siðferðisþroska hjá okkur að flana
út í óskírlífi með stúlkum, sem við þekkjum ekkert.
1*6113 eru augnabliks-ástríður og ekkert annað. —
— Þú hefir mikið til þíns máls, að karlmönnunum
sé þar venjulegast mest um að kenna, og stúlkurnar
standa auðvitað alt af ver að vígi. En það geturðu
séð, að þetta verður aldrei lagað með tómum sið-
ferðisprédikunum. Unga fólkið leiðir saman hugi sína
til eins og annars, meðan það nær ekki fullu valdi
yfir ástríðunum. —
— En það er alt af skemd á sakleysinu að gefa
þessum dýrslegu hvötum, sem brjóta niður alt vel-
sæmi, lausan taum. Og ég álít, að mörgum aðkomu-
stúlkum hér hefði verið það miklu hollara að hafa
aldrei stigið hingað fæti. Þú veizt, hvað hér er margt
til þess að glepja stúlkur þær, sem aldrei hafa verið