Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 8
2 Guðmundur Friðjónsson: IÐUNN austur í Vík og yf’r í Hvin. Vorir seyrnu valda-bokkar veðrið sækja í löndin hin. Báru hingað byrðingsmenni boðskapinn. um flokkadrátt, — vígaferli í Austmannsátt. Sturlu frænda undir enni eldar kvikna og blossa hátt. Siglir vestan Sigurður slembir sollið haf, að Noregs strönd, — ætlar þar að reisa rönd. / Ufið hár á öldu kembir óskabyr, við seglin þönd. Eigi sældar um hann friður, íþrótt hverja slyngur lék, — afrendur við bók og brek. Honum er kunnur höfðingssiður hefir fjögra garpa þrek. Tekið getur sel á sundi, sungið tíðir, einvíg þreytt, út’ á roksæ byrðing beitt; hitt með örvum hnot í lundi, hvassan brand að manni reitt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.