Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 73
IÐUNN
Djúpið mikla.
67
Þetla er nú hugmynd ein, sem hafði eigi við neitt að
styðjast á þeirri tíð. Eigi að síður er hún markverð og
með kenning Einsteins er hún vöknuð til nýs lífs í breyttri
mynd.
Fari ljósið boglínu í rúminu, þá leiðir af því að út
fyrir ákveðin, mjög fjarlæg takmörk, er aldrei hægt að
skygnast.
Ljósgeisli sem bærist frá sólu í Vetrarbrautinni kæm-
ist að lokum heim aftur í stað þess að berast endalaus-
an veg út í rúmið.
Ljósgeisli frá heimskerfi utan sömu takmarka kæmist
heldur eigi til vor. Að vísu kæmist hann óraleið í átt-
ina, en hyrfi þó heim að lokum, án þess að geta náð
til vor.
Þetta minnir á alþekt dæmi úr daglegu lífi:
Maður er á ferð í logndrífu. Hann villist, en kemst
þó loks að hól og þekkir sig. Tekur hann nú stefnuna
beint til bæjar, en gengur miklu lengur en búast má við.
Sér til mikillar undrunar kemst hann loks að sama hóln-
um. Hvað eftir annað fer á sömu leið. Alt af þykist
hann ganga beint en alt af fer hann í hring og ávalt
kemst hann í sama stað.
í ljósi Einsteinskenningar verður rúmið að vísu ótak-
markad en þó endanlegt með vissum hætti. Þetta ber að
skilja svo að út fyrir ákveðin takmörk er alls eigi hægt
að skyggnast, hversu mikið sem sjónaukinn stækkar,
því að ljósgeislinn fer boglínu eða tímarúinslínuna um
aeiminn.
Geislar frá þeirn stjörnuveldum sem liggja utan þeirra
endimarka, ná aldrei til vor, eigi að eins vegna þess
hve daufir þeir eru, heldur einnig vegna þess að þeir