Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 51
liÐUNN Heilindi. 45 nær. En jafnframt reynir hann að kalla alla hina heil- brigðu og læknandi kraffa í manneðlinu sjálfu til bar- ■áttu gegn sjúk'dóminum. Tvíhyggjan myndi sízt neita því, að rík þörf sé að trúa á mátt þess góða: guðsneistans í sjálfum oss. Hann á að efla svo, að hann í einu megi hafa hemil á hinu lægra eðli voru og vera í sambandi við uppsprettu sína. Meðvitundin um baráttuna, ábyrgð- ina, áhættuna, á að blása að honum og gera hann að báli. Affur á móti á einhyggjan á hættu að kæfa hann af misskilningi, með því að gera ekki greinarmun á hon- um og öskunni í kring um hann. Það sem eg sakna mest úr einhyggjunni — og eg skal ekki skirrast við að valda hneykslum með því að segja það — er ábyrgðin: áhættan. Ef vér berum saman dýr og menn, villimenn og siðaða menn, sjáum vér, hvernig ábyrgðin vex með frelsinu. Meðal dýranna er munur ein- staklinga furðu lítill. Þau ná langflest fullum þroska. Nauðsynin knýr þau að leggja fram kraftana og efla þá um leið. En meðal æðstu stétta mentaþjóðanna sjáum vér menn, sem láta reka, rotna niður, Iíkamlega, andlega, siðferðislega. Þeir nota frelsið til þess að verða lélegustu skepnur jarðarinnar. Getur ekki sama átt sér stað í enn stærra stíl á öðrum tilverustigum ? Er það heiisusamleg kenning að halda því fram, að breytni vorri hér fylgi engin eilíf áhætta, ef til vill dálítil töf, en allir komist þó jafnlangt á endanum? Það er hin ægilega og heimsku- lega kenning kirkjunnar um dómsdag og eilífar kvalir, sem hefur sljóvgað svo siðferðisvitund manna, ^ð þeir hafa kosið andstæðuna: að alt yrði gert að ósekju, þótt hún sé andstæð öllu því litla, sem vér vitum um frum- lög tilverunnar og mannlegs sálarlífs. Hér varð, sem oftar, skamt öfganna á milli. En ef vér komumst að þeirri niðurstöðu, að andstæður tilverunnar sé framar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.