Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Blaðsíða 34
28
Sigurður Nordal:
ÍÐUNN
ingum Krists og hugsjónum kristninnar (bls. 262). Hann
ber sífelt fyrir sig Krist og postulann Pál og þykist vera
þar í góðum fjelagsskap. Hann gerir auðsjáanlega ráð
fyrir, að Kristur myndi vera á sama máli, því að annars
verður lítið úr félagsskapnum. Og E. H. Kv. tekur það
skýrt fram, að »]esús Kristur heimti sérstaklega fyrir-
gefningar-hugarfarið.«
Nú vill svo einkennilega til, að þessi grein er rituð af
talsverðri gremju. Mér liggur við að halda, að hún hefði
varpað meira ljósi á viðfangsefni þau, sem um er rætt,
ef minna hefði gætt í henni særðrar eigingirni höfundar-
ins og persónulegs kala til mín. Eg skal taka tvö dæmi.
Eg hafði ritað grein mína í Skírni af kurteisi og sann-
girni, eins og flestir hlutlausir menn munu viðurkenna.
E. H. Kv. viðurkennir það líka, en með þeim orðum, að
eg »reyni að breiða svikablæju falsaðrar sanngirni og
óhlutdrægni yfir það,« sem eg haldi að lesöndunum (bls.
253). Gætni í fullyrðingum og jafnvel efagirni hafa löng-
um verið talin einkenni þessa rithöfundar. En þarna full-
yrðir hann meira en hann veit og við hefur auk þess
óþarflega leiðinlegt orðbragð. Og hann varar sig ekkert
á því, hvað svona ummæli stinga í stúf við áminning þá
»að varast hörðu dómana,« sem er tvítekin síðar í grein-
inni (bls. 256, 261). — Þó er hitt dæmið enn greinilegra
og auk þess skemtilegra. Eg hafði í grein minni sagt
um eina sögu E. H. Kv., sem er framúrskarandi losara-
leg, »að væri hún gamalt æfintýri, myndi enginn þjóð-
sagnafræðingur hika við að segja, að hún væri sett sam-
an af þrem broíum eftir þrjá höfunda.« E. H. Kv. tekur
þessu tveim höndum — »einkum ef þjóðsagnafræðingur-
inn væri þá jafnframt norrænufræðingur.« Hann fer síðan
mörgum orðum um, hve margt í þeim vísindum sé á
litlum rökum reist. Lesandinn fer svo sem nærri um,