Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 12
IÐUNN Frá Italíu. Ferðasaga um Suðurlönd eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Guðmundur Einarsson frá Miðdal, höfundur þessara feröa- minninga, er einn af hinum ungu og upprennandi listamönnum vorum. Hefir hann lagt sérstaklega stund á höggmvndagerð. Byrj- aÖi hér heima, og gerði þá meðal annars nokkrar höggmyndir, sem standa í anddyri húss Nathan & Olsens í Reykjavík og ýms- um eru kunnar. Síðan fór hann utan og hefir dvalið þar alllengi og víða farið, eins og grein sú, sem hér fer á eftir ber með sér. Skömmu áður en hann kom heim síðast hafði hann sýningu í Múnchen við góðan orstír. Hér heima hafði hann og sýningu, sem mönnum gast mjög vel að. Flest meiri háttar verk Guðmundar eru í Þýskalandi, eru of þung í vöfum til þess að þau verði flutt án mikils kostnaðar. Hér hafa sést eftir hann eingöngu málverk og teikningar og raderingar og nokkrar smámyndir mótaðar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.