Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 17
iDUNN Ferðasaga um Suðurlönd. 11 þegar þeir sýna manni borgina eða tala um hana. Þeir urðu að ganga lengra en dæmi eru til, þeir urðu að veðsetja sín frægu listasöfn, og leggja nöfn snillinga sinna við hjegóma til þess að bjarga því sem bjargað varð. Við komum til Buda-Pest árla morguns. Það fyrsta, sem mætir augunum er berfætt fólh og illa hreinsaðar götur, og við verðum að yfirgefa 4 gistihús áður en við finnum rúm með heillegum lökum, setjumst síðan á eld- gamlan, rambandi strætisvagn og ökum til hins stílhreina skemtigarðs í nyrðri borginni og fáum að sitja þar eins lengi og við viljum — fyrir 1 ungverska krónu — og virða fyrir okkur öndvegisbyggingar borgarinnar og hinn fagra magyariska kynstofn. Vfir Dónárdalnum liggur morgunþokan, svo aðeins grillir í bugðurnar á ánni, þar sem hún hlykkjar sig blý- grá á milli ásanna; gamlir kastalar og hallir stinga sér upp úr þokunni, baðaðir í geislum morgunsólarinnar. Þá kemur gömul kona til okkar og spyr: »Hafið þið séð Margarit-eyjuna?« Margarit-eyjan erstolt allra íbúa Buda- Pestar, þangað verðum við að fara, þar ganga ríkir og fátækir seint og snemma, því þar á gleðin heima. Sá sem hefir ekki komið á Margarit-eyjuna, hefir ekki komið til Buda-Pest, því spyrja íbúar Buda-Pestar útlending fyrst: »Hafið þér komið í Margarit-eyjuna?« Ungverjar hafa átt og eiga afbragðs málara, og þjóð- safn þeirra ber vott um að þjóðin hefir kunnað að meta snillinga sína að verðleikum. í æskudraumum mínum voru sléttur Ungverjalands þrá- sóttur staður — eins og skáldin lýstu þeim — enda- lausar — viltar — heimkynni frelsisins, þar sem stór- hyrndir villiuxar fóru í hópum svo jörðin dundi, þar sem hjarðir hesta léku sér ótamdir og hirðinginn — sonur sléttunnar — söng og lék á fiðlu sína við nátteldinn;

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.