Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 20
14 Guðmundur Einarsson: IÐUNN Eftir vikudvöl í Konstantinopel get eg varla sagt, að eg hafi séð borgina, enda þótt eg hafi haft betri að- stöðu en flestir útlendingar, þar sem eg hafði til fylgdar þaulkunnugan mann, sem kunni bæði tyrknesku og arab- isku. Konstantinopel er ekki hægt að skoða eins og Ameríkumaður, sem kemur með 5 ferðakistur og hita- beltishatt, leigir sér bifreið og túlk og ekur beina leið á sölutorgið til að kaupa sér svikna forngripi fyrir afar- verð. Hin ströngu trúarbrögð Osmana hafa kent þeim að halda því besta sem þeir eiga innan takmarka heimil- anna. Þó að trú þeirra banni þeim að »gera sér myndir« (þ. e. a. s. að skreyta hús sín og kirkjur með mynd- um) þá hefir hið listræna eðli þeirra lagt því meiri rækt við þá »ornamentölu« list og jafnvel hin algengustu eld- húsáhöld eru að formi og smíði listaverk. Hinar gullfögru konur þeirra — sem til skamms tíma hafa gengið með hulda ásjónuna — sjást lítið á almanna- færi, en heima eru þær drotningar í ríki sínu, þar iðka þær sína »rytmisku« dansa og syngja hin dulrænu ljóð og trúarsöngva. Kristnar þjóðir hata Tyrkjann fyrir grimd hans og hæðast að fjölkvæninu (sem varla hefir átt sér stað um langan aldur), en gleyma hvernig þær fara að því að kristna svertingja og eskimóa, og sjá ekki skúma- skot stórborganna. Það er fróðlegt að bera saman hina 2 hluta af Konstantinopel, Stambul með sínar márisku byggingar og Pera með 4 hæða evrópska húskassa. Út- koman verður ekki Evrópumenningunni í vil. Borgin hefir verið bygð þannig að það eru alt af kirkjur (Moschur) sem mynda topp-punktana í byggingar- heildinni (samanber New-Vork, þar eru það verslunar- hús), hin ótölulegu hvolfþök setja svip sinn á bæinn og stynga í stúf við grannar turnspírurnar. sem heilsa morg-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.