Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Qupperneq 22
16
Guðmundur Einarsson:
IÐUNN
kertaljósin (það eru ýmist notuð kerti eða jurtafeitis-
lampar.)
Eg mundi seint þreytast á að segja frá Konstantin-
opel, því endurminningarnar þaðan eru efni í sérstakt
erindi, en við verðum að halda áfram.
Þegar yfir sundið kemur, til Skutari, er umhverfið alt
annað og gróðurinn suðrænni, lárviður, pálmar og kaktus
■bjóða sólinni byrgin, þar ber meir á Aröbum og í stað-
inn fyrir bifreiðina er kominn hestvagn — frá 14. öld —
með sóltjaldi yfir. Arabastúlkurnar eru hávaxnar og grann-
vaxnar eins og pálmaviðir og augu þeirra brenna eins
og sólin. Karlmennirnir fjörlegir og glæsilegir, eins og
hestar þeirra.
Hin svo kallaða eyja-leið í gegnum Marmara og Mið-
jarðarhafið, bak við eyjarnar Samothraki og Thasos, til
Kavala og Saloniki, er mjög fögur. Hinar eyðilegu strend-
ur Gallipoliskagans, margbrendar af sól og þurki, spegla
sína fölu ásjónu í kolbláu Dardanellasundinu. Kavala er
fögur borg í allri sinni einfeldni, húsin standa ljósblá og
hvít í dökkgrænum hlíðunum. Miðjarðarhafið er ólíkt
þeim höfum sem ég hefi sjeð, miklu þyngra — og ef
segja mætti alvarlegra, — litur þess er sterk-fjólublár
•og í morgunljómanum nærri indigó og á kvöldin slær á
flötinn skarlatsrauðri slikju. Þó breytist liturinn og lit-
brigðin fækka er norðar dregur.
Saloniki ber þess ljósan vott að hún hefir verið klemd
á milli herskárra þjóða, tvöföld, sundurskotin víggirðing,
skörðótt hús og hálfir turnar. Borgin er að miklu leyti
bygð eins og vesturhluti Skólavörðuholtsins hér í Reykja-
vík, en lega hennar við enda hins þrönga Salonikifjarðar
með risatinda Olympos í suðvestur, er svo tilkomumikil
og fögur að maður gleymir hinu sóðalega umhverfi.
Eftir að hafa beðið heilan dag eftir því að hinum óvin-