Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Qupperneq 27
IÐUNN
Ferðasaga um Suðurlönd.
21
í svo þröngum sundum, að ekki er nema steinsnar í
land beggja vegna.
ftalía rís úr sæ, iðgræn, og við stígum á land í Brin-
disi árla morguns og tökum lestina til Neapel; förum
fyrst yfir hinn sléttlenda Apúlíuskaga; þar skiftast á
akurreitir og olívutré. Svo hækkar landið frá Tarent-
flóanum, uns við okkur blasa ásar og fjöll Basilickata
hálendisins. Vínviðarteigar og olívutré klæða ásana. A
hæstu hæðunum standa þorpin, Ijósleit, samanrekin, oft
innan gamalla víggirðinga. Víða sjást kastalarústir og
klausturbyggingar. Fegursti kaflinn af allri leiðinni er
frá Salerno til Pompeji.
Salerno tel eg liggja fegurst allra borga, sem eg hefi
séð á Ítalíu. — Síðan Pompeji var grafin upp, hefir
myndast þar bær — eða hótelbær, því leiðir alla ferða-
langa, sem til Ítalíu koma, liggja þangað. Þar getur
maður séð heimili forn-Rómverja nærri ósködduð, meira
að segja enkaustick-málverk og freskomyndir hafa
geymst óskaddaðar í vikuröskunni.
Um Neapel get eg lítið sagt, því eg dvaldi þar ein-
ungis einn dag.
Eftir að hafa klifrað upp að Museum Nationale, sem
er bygt í hárri hlíðinni inn í gamlan kastala, getur
maður notið hins stórkostlega útsýnis. Ströndin vindur
sig í stórum boga til austurs og vesturs og Vesúv spýr
reykjarmekkinum og gufustróknum hátt í loft.
Um kvöldið í tunglsskininu þótti mér borgin fegurst.
Samt hugsa eg, að sá, sem orðaði máltækið »Sjá Neapel
og dey síðan«, hafi hugsað til hinna fögru kvenna
Neapelborgar. (Hafi það verið kona, sem sagði þetta,
veit eg ekki hvað eg á að segja.)
Mig langar til að segja margt um Róm, þótt hún hafi
brugðist vonum mínum. Fyrst þetta, að eg sá engar hæðir